Austurkór
Austurkór
Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með tæplega 31 þúsund íbúa. Nafn bæjarins er dregið af jörðinni Kópavogi sem ríkissjóður átti í byrjun síðustu aldar og leigði út ásamt annarri jörð Digranesi í nágrenni hennar. Kópavogshreppur var stofnaður í byrjun árs 1948 og voru íbúar þá rúmlega 900. Hreppurinn óx hratt og voru íbúar orðnir 3.783 þegar Kópavogur hlaut kaupstaðarréttindi 11. maí árið 1955. Í Kópavogi er mikil og fjölbreytt atvinnustarfsemi. Mest er um iðnað, þjónustu og verslun af ýmsu tagi og má geta þess að Smáralind er stærsta verslunarmiðstöð landsins. Í bænum eru fjölbreytt tækifæri til útivistar og aðstaða til íþróttaiðkunar er með því besta sem þekkist. Þá eru Kópavogsbúar afar stoltir af menningarstofnunum sínum á Borgarholtinu, svo sem Salnum, Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu Kópavogs, Tónlistarsafni Íslands og Molanum, ungmennahúsi Kópavogs.
Austurkór

Aðstoðarleikskólastjóri í Austurkór

Leikskólinn Austurkór leitar eftir aðstoðarleikskólastjóra.

Leikskólinn Austurkór er sex deilda leikskóli í Kórahverfinu í Kópavogi. Skólastarfið einkennist af flæðandi dagskipulagi, námslotum byggðum á gildum skólans, lýðræðislegum starfsaðferðum og útinámi. Starfshópurinn hefur byggt upp metnaðarfullt starf í fallegum skóla sem einkennist af notalegu vinnuumhverfi og mikilli liðsheild.

Kópavogsbær er barnvænt samfélag sem er í stöðugri þróun og staða leikskólastjóra við Austurkór er tækifæri fyrir áhugasaman leikskólastjóra með framsæknar hugmyndir og faglegt frumkvæði til að þróa áfram metnaðarfullt starf með börnum og öflugum starfsmannahóp.

Aðstoðarleikskólastjóri er staðgengill leikskólastjóra. Hann er leiðandi aðili í skipulagi faglegs starfs innan leikskólans og tekur virkan þátt í stjórnun og umsjón starfsmannamála ásamt virku samstarfi við foreldra.

Menntunar- og hæfniskröfur
Kennaramenntun og leyfisbréf kennara
Reynsla af starfi og stjórnun í leikskóla
Framhaldsnám í stjórnun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi æskileg
Hæfni í mannlegum samskiptum
Fagleg forysta, sýn og vilji til nýbreytni og þróunar í leikskólastarfi
Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi
Góð tölvukunnátta
Góð íslenskukunnátta og ritfærni
Auglýsing stofnuð17. mars 2023
Umsóknarfrestur3. apríl 2023
Starfstegund
Staðsetning
Austurkór 1, 203 Kópavogur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.