

Aðstoðarleikskólastjóri í Austurkór
Leikskólinn Austurkór leitar eftir aðstoðarleikskólastjóra.
Leikskólinn Austurkór er sex deilda leikskóli í Kórahverfinu í Kópavogi. Skólastarfið einkennist af flæðandi dagskipulagi, námslotum byggðum á gildum skólans, lýðræðislegum starfsaðferðum og útinámi. Starfshópurinn hefur byggt upp metnaðarfullt starf í fallegum skóla sem einkennist af notalegu vinnuumhverfi og mikilli liðsheild.
Kópavogsbær er barnvænt samfélag sem er í stöðugri þróun og staða leikskólastjóra við Austurkór er tækifæri fyrir áhugasaman leikskólastjóra með framsæknar hugmyndir og faglegt frumkvæði til að þróa áfram metnaðarfullt starf með börnum og öflugum starfsmannahóp.
Aðstoðarleikskólastjóri er staðgengill leikskólastjóra. Hann er leiðandi aðili í skipulagi faglegs starfs innan leikskólans og tekur virkan þátt í stjórnun og umsjón starfsmannamála ásamt virku samstarfi við foreldra.











