Aðstoðarkona sem kann að prjóna eða hekla óskast á morgnanna
35 ára kona í Vesturbæ Reykjavíkur óskar eftir aðstoðarkonu í hlutastarf á morgunvaktir.
Æskilegt er að viðkomandi sé 35 ára eða eldri. Eldri konur sérstaklega velkomnar.
Konan er á einhverfurófi og felst starfið í aðstoða við daglegar athafnir og veita henni félagsskap.
Helstu áhugamál hennar eru prjónaskapur, ýmis önnur handavinna, föndur og kórsöngur. Gott er að aðstoðarkonan hafi einnig áhuga á handavinnu.
Athugið að á heimilinu er lítill hundur sem er að byrja í hvolpaþjálfun.
Starfið byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og eru laun samkvæmt sérkjarasamningum NPA miðstöðvarinnar við Eflingu og Starfsgreinasambandið.
Þær vaktir sem eru í boði:
· Annar hver mánudagsmorgun 8:00-11:00
· Eða annar hver miðvikudagsmorgun 9:00-12:00
· Eða fjórða hvern fimmtudagsmorgun 8:00-11:00
· Einnig möguleika á ýmsum aukavöktum.
Hæfniskröfur:
- Þolinmæði.
- Frumkvæði.
- Góð samskiptahæfni.
- Að vera hvetjandi og skapandi.
- Reynsla af starfi með fötluðu fólki er kostur en ekki skilyrði.
- Íslenskukunnátta er skilyrði.
- Bílpróf og aðgengi að bíl er skilyrði.
Starfið hentar mjög vel með skóla eða annarri vinnu.
- góð íslenskukunnátta