NPA miðstöðin
NPA miðstöðin
NPA miðstöðin

Aðstoðarkona óskast á Akureyri

Ég er að leita að persónulegu aðstoðarfólki í hlutastarf til að vinna hjá mér og aðstoða mig með hvað sem er, hvert sem ég fer, við leik, störf og nám eins og þörf er á.

Um er að ræða vaktavinnu (dag-, kvöld og einstaka næturvaktir) og eru laun samkvæmt sérkjarasamningi NPA miðstöðvarinnar. Ég þarf aðstoðarfólk sem getur unnið á breytilegum vöktum, alla daga vikunnar. Ég er að leita að kvenkyns aðstoðarfólki 20 ára og eldra. Reynsla af starfi með fötluðu fólki er ekki nauðsynleg.

Ég er 29 ára kona með mænuskaða og nota hjólastól og þarf þess vegna aðstoð með ýmsa hluti. Starfið byggist á hugmyndinni um sjálfstætt líf og NPA http://www.npa.is. Ég er í menntaður kennari og hef gaman af söngleikjum, bíómyndum, tónlist, ýmis konar spilum og ferðalögum. Hef líka mjög gaman af því að læra nýja hluti.

Umsækjandi þarf að vera líkamlega hraust manneskja, reyklaus, með bílpróf og hreint sakavottorð. Hún þarf að eiga auðvelt með að taka leiðsögn og draga sig í hlé. Í starfi sem þessu er traust, virðing, jákvæðni, þolinmæði, og stundvísi mikilvægir kostir.

Fyrirspurnir um starfið sendist á netfangið sigrunmaria94@gmail.com

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vaktavinna (dag-, kvöld og einstaka næturvaktir). Laun samkvæmt sérkjarasamningi NPA miðstöðvarinnar
  • Ég þarf aðstoðarfólk sem getur unnið á breytilegum vöktum, alla daga vikunnar
  • Ég er að leita að kvenkyns aðstoðarfólki 20 ára og eldra. Reynsla af starfi með fötluðu fólki er ekki nauðsynleg
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Líkamlega hraust, reyklaus, með bílpróf, hreint sakavottorð
  • Eiga auðvelt með að taka leiðsögn og að draga sig í hlé
  • Traust, virðing, jákvæðni, þolinmæði, stundvísi
Auglýsing birt29. október 2024
Umsóknarfrestur10. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.ReyklausPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar