

Aðstoðarkona í sumarafleysingar
Brennur þú fyrir að aðstoða einstaklinga við að lifa sjálfstæðu lífi? Þá er ég að leita að þér!
Ég er kona á besta aldri að leita eftir aðstoðarkonum í sumarafleysingar með möguleika á áframhaldandi vinnu í haust. Ég er að leita að konum 25 ára eða eldri í NPA hópinn minn. Starfið felur í sér að aðstoða mig í hverju sem ég tek mér fyrir hendur frá degi til dags, en ég þarf aðstoð við athafnir daglegs lífs og nota rafmagnshjólastól. Í frítíma mínum finnst mér gaman að fara í leikhús, bíó og tónleika.
Það sem ég leitast eftir í aðstoðarkonu:
- Vera líkamlega hraustar, áreiðanlegar, jákvæðar og sveigjanlegar.
- Geta hafið störf strax (eða sem allra fyrst).
- Geta sinnt helstu heimilisstörfum.
- Geta aðstoðað mig við innkaup.
- Geta aðstoða mig við persónulegar þarfir/athafnir daglegs lífs.
- Hafa tök á að fylgja mér á fundi, til læknis, á tónleika (eða hvað annað sem ég tek mér fyrir hendur frá degi til dags).
- Hafa góða íslenskukunnáttu (ég tala mjög takmarkaða ensku).
- Hafa ökuréttindi (ég á bíl sem ég nota til persónulegra þarfa, en keyri hann ekki sjálf).
Vinnutími er eftir samkomulagi og vaktir eru í boði á öllum tímum sólarhringsins.
Ég er nýliði sem NPA verkstjórnandi og hef ekki mótað mér ákveðnar hugmyndir um hvaða vaktafyrirkomulag hentar mér best. Vaktafyrirkomulagið getur því verið breytilegt til að byrja með.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi NPA miðstöðvarinnar og Eflingar.
Starfið byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf, en hægt er að lesa nánar um hugmyndafræðina og notendastýrða persónulega aðstoð á npa.is


















