Hrafnista
Hrafnista
Hrafnista er stærsta hjúkrunarheimili landsins og alls eru heimilin orðin átta talsins í sex sveitarfélögum. Þau eru Hrafnista Laugarási, Hraunvangi, Boðaþingi, Ísafold, Skógabæ, Sléttuvegi, Hlévangi og Nesvöllum. Hjá Hrafnistu starfar öflugur hópur einstaklinga með fjölbreytta menntun, starfsreynslu og áhugamál. Hrafnista leitast við að ráða, efla og halda hæfu starfsfólki. Ef þú hefur áhuga á að komast í Hrafnistuhópinn skaltu senda okkur starfsumsókn.
Hrafnista

Aðstoðarhjúkrunardeildarstjóri - Ísafold

Hrafnista Ísafold í Garðabæ óskar eftir að ráða til sín aðstoðardeildarstjóra hjúkrunar í 80-100% starf.

Aðstoðarhjúkrunardeildarstjóri er staðgengill deildarstjóra í fjarveru hans og aðstoðar hann með ýmis verkefni tengd rekstri og stjórnun deildarinnar. Aðstoðarhjúkrunardeildarstjórar eru líka oft með ákveðin fagleg ábyrgðarsvið á deildinni. Vaktafyrirkomulag er eftir samkomulagi. Á heimilinu er gert ráð fyrir 2 aðstoðardeildarstjórum ásamt deildarstjóra og forstöðumanni.

Aðstoðarhjúkrunardeildarstjóri er hluti af stjórnendahópi Hrafnistu.

Helstu verkefni og ábyrgð
Aðstoð við stjórnun og rekstur á starfsemi hjúkrunardeildar
Skipuleggur störf starfsfólks í samræmi við þarfir þjónustuþega
Eftirlit og mat á gæðum hjúkrunar
Ráðgjöf og fræðsla til þjónustuþega og aðstandenda
Teymisvinna
Menntunar- og hæfniskröfur
Íslenskt hjúkrunarleyfi
Reynsla af stjórnun kostur
Reynsla af RAI mælitækinu kostur
Frumkvæði, jákvæðni og faglegur metnaður
Góð hæfni í mannlegum samskiptum
Fríðindi í starfi
Heilsuræktarstyrkur
Samgöngustyrkur með strætó
Við bjóðum upp á jákvæðan og skemmtilegan starfsanda, áhugaverð verkefni og starf sem er í sífelldri þróun.
Stuðningur til framþróunar í formi leyfa á launum og námstyrkja
Auglýsing stofnuð18. september 2023
Umsóknarfrestur27. september 2023
Starfstegund
Staðsetning
Strikið 3, 210 Garðabær
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Metnaður
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.