
Snælandsskóli
Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með tæplega 31 þúsund íbúa.
Nafn bæjarins er dregið af jörðinni Kópavogi sem ríkissjóður átti í byrjun síðustu aldar og leigði út ásamt annarri jörð Digranesi í nágrenni hennar. Kópavogshreppur var stofnaður í byrjun árs 1948 og voru íbúar þá rúmlega 900. Hreppurinn óx hratt og voru íbúar orðnir 3.783 þegar Kópavogur hlaut kaupstaðarréttindi 11. maí árið 1955.
Í Kópavogi er mikil og fjölbreytt atvinnustarfsemi. Mest er um iðnað, þjónustu og verslun af ýmsu tagi og má geta þess að Smáralind er stærsta verslunarmiðstöð landsins.
Í bænum eru fjölbreytt tækifæri til útivistar og aðstaða til íþróttaiðkunar er með því besta sem þekkist. Þá eru Kópavogsbúar afar stoltir af menningarstofnunum sínum á Borgarholtinu, svo sem Salnum, Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu Kópavogs, Tónlistarsafni Íslands og Molanum, ungmennahúsi Kópavogs.

Aðstoðarforstöðumaður í Frístund Snælandsskóla
Snælandsskóli óskar eftir aðstoðarforstöðumanni fyrir Frístundaheimili skólans Krakkaland.
Snælandsskóli v/Víðigrund er heildstæður grunnskóli með um 450 nemendur. Einkunnarorð skólans eru viska - virðing - víðsýni og vinsemd.
Helstu verkefni og ábyrgð
Aðstoðarforstöðumaður er staðgengill forstöðumanns og nánasti samstarfsaðili.
Hann vinnur að mótun faglegs starfs og starfsáætlun í samráði við skólastjórnendur og forstöðumann.
Aðstoðarforstöðumaður ber sameiginlega ábyrgð með forstöðumanni á stjórnun og skipulagi allrar daglegrar starfsemi Frístundar.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólanám í uppeldisfræðum eða sambærilegum greinum er æskilegt.
Reynsla af stjórnun og skipulögðu starfi með börnum er æskileg.
Góðir skipulags og samstarfshæfileikar.
Hæfni til forystu í faglegu starfi.
Stundvísi og áreiðanleiki
Starfstegund
Staðsetning
Víðigrund 2, 200 Kópavogur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Starfsmaður í Frístundaklúbbinn Kotið
Frístundaklúbburinn Kotið 
Skapandi og duglegt starfsfólk á Akra
Garðabær
Leikskólakennari í Klettaborg
Borgarbyggð
Frístundaráðgjafar/leiðbeinendur
Kringlumýri frístundamiðstöð
Skólaliði í Langholtsskóla
Langholtsskóli
Stuðningsfulltrúi óskast til starfa í Djúpavogsskóla
Djúpavogsskóli
Viltu vera memm?
Heilsuleikskólinn Kór
Leikskólakennarar/Leiðbeinendur Óskast
Leikskólinn Krílakot
Stuðningsfulltrúi í Vinnu og virkni
Ás styrktarfélag
Viltu vaxa í fallegu umhverfi? Kennarar og leiðbeinendur
Ævintýraborg við Nauthólsveg
Viltu vaxa og dafna með okkur? Deildarstjórastaða
Ævintýraborg við Nauthólsveg
Starfsfólk óskast í Leirvogstunguskóla
LeirvogstunguskóliMá bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.