

Aðstoðarfólk sem getur hafið störf strax
Aðstoðarfólk sem getur hafið störf strax
Maður á besta aldri óskar eftir aðstoðarfólki til að aðstoða sig athafnir daglegs lífs.
Ég er 48 ára karlmaður sem býr í 102 RVK.
Ég óska eftir aðstoðarfólki 18 ára og eldra í NPA hópinn minn.
Starfið felur í sér að aðstoða mig við morgun- og kvöldverkin, en ég þarf aðstoð við flestar athafnir daglegs lífs og ég nota hjólastól.
Aðstoðarfólk mitt þarf að:
Vera líkamlega hraust.
Geta hafið störf strax.
kunna elda mat.
Kunna ágætlega á tölvur.
Hafa góða íslensku eða enskukunnáttu.
Kostur að hafa reynslu af umönnunarstarfi.
Kostur að vera líkamlega hraustur.
Vinnutími hentar nemum vel og er heimili mitt nálægt bæði HÍ og HR.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi NPA miðstöðvarinnar og Eflingar.
Starfið byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf en hægt er að lesa nánar um hugmyndafræðina og notendastýrða persónulega aðstoð á npa.is


















