Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á bráðamóttöku
Við leitum eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi sem hefur brennandi áhuga á hjúkrun bráðasjúklinga í starf aðstoðardeildarstjóra á bráðamóttöku Landspítala. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á stjórnun, búa yfir afburða samskiptahæfni og hæfni til að takast á við hraðar breytingar. Aðstoðardeildarstjóri starfar náið með deildarstjóra og fylgir eftir ákvörðunum um skipulag hjúkrunar og verklagi á deild sem og gæða- og umbótastarfi.
Aðstoðardeildarstjóri er virkur þáttakandi í stjórnendateymi deildarinnar í ýmsum verkefnum tengdum stjórnun, rekstri, þjónustu og mannauði. Starfið felur í sér mikla teymisvinnu þar sem unnið er í góðu samstarfi við þverfagleg teymi og fjölmargt annað fagfólk spítalans. Í boði er spennandi og áhugavert starf þar sem engir dagar eru eins. Starfshlutfall er 100% og er starfið laust samkvæmt samkomulagi.
Deildin er opin allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þangað koma allir sjúklingahópar Landspítala og er því starfið fjölbreytt. Margvísleg tækifæri eru til að þróa með sér góða þekkingu á bráðafræðum og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum sem og tækifæri til náms.