Aðstoðardeildarstjóri á Brjóstamiðstöð - göngudeild
Laus til umsóknar staða aðstoðardeildarstjóra á Brjóstamiðstöð á Eiríksgötu 5. Við leitum eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi með brennandi áhuga á þjónustu göngudeildar Brjóstamiðstöðvar ásamt gæða- og umbótastarfi. Unnið er í dagvinnu og er starfið laust frá 1. janúar 2025 eða eftir samkomulagi.
Á Brjóstamiðstöð starfar kraftmikill hópur sem sinnir skimun, greiningu og meðferð á meinum í brjóstum. Aðstoðardeildarstjóri er virkur þátttakandi í þverfaglegum teymum innan Brjóstamiðstöðvar og sinnir einnig ýmsum verkefnum tengdum stjórnun, rekstri, þjónustu og mannauði.
Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Menntunar- og hæfniskröfur
Íslenskt starfsleyfi hjúkrunarfræðings
Framhalds- eða viðbótarmenntun æskileg
Starfsreynsla sem hjúkrunarfræðingur
Faglegur metnaður
Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
Sjálfstæði í vinnubrögðum
Stjórnunarþekking, reynsla og leiðtogahæfni
Góð íslenskukunnátta, bæði í mæltu og rituðu máli
Helstu verkefni og ábyrgð
Vinnur í samráði við deildarstjóra að skipulagningu á starfsemi deildar
Ber ábyrgð á verkefnum sem deildarstjóri felur honum samkvæmt sérstakri verkefnalýsingu
Er leiðandi í klínísku starfi, öryggis- og gæðastarfi og öðru umbótastarfi sem stuðlar að bættri þjónustu og framþróun hjúkrunar á Brjóstamiðstöð
Almenn störf hjúkrunarfræðings á göngudeild Brjóstamiðstöðvar
Ber ábyrgð á starfsemi, mönnun og rekstri deildar í fjarveru og í samráði við deildarstjóra
Er ábyrgur fyrir skipulagningu og framkvæmd þjónustu göngudeildar Brjóstamiðstöðvar í fjarveru hjúkrunardeildarstjóra
Vinnur náið með deildarstjóra að mótun liðsheildar