Coripharma ehf.
Coripharma ehf.
Coripharma ehf.

Aðstoðarmaður á rannsóknarstofu - tímabundin staða

Við leitum að starfsmanni í tímabundna ráðningu, sem aðstoðarmaður í stöðugleikamælingum. Stöðugleikadeild er hluti af Þróunarsviði Coripharma og sér um stöðugleikamælingar á framleiðsluvöru bæði á þróunarstigi og á markaði.

Aðalstarf aðstoðarmanns á rannsóknarstofum eru leysnimælingar, sýnaundirbúningur, framkvæmd tækniprófa, kvarðanir og eftirlit á tækjabúnaði ásamt margvíslegum og fjölbreyttum störfum tengdum gæðakerfi og skjölun gagna.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Framkvæmd UV leysniprófana
  • Sýnataka fyrir HPLC leysniprófanir
  • Sýnaundirbúningur fyrir HPLC mælingar
  • Tæknipróf – Prófun á tæknilegum eiginleikum framleiðsluvöru
  • Kvarðanir og eftirlit á tækjabúnaði rannsóknarstofunnar
  • Skráning á niðurstöðum og skjölun á geymsluþolsskrám
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Lyfjatæknir, stúdentspróf eða annað sambærilegt nám er æskilegt
  • Reynsla af störfum á rannsóknarstofu er kostur
  • Góð tölvukunnátta
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Samskipta- og skipulagsfærni ásamt sjálfstæðum vinnubrögðum
Auglýsing birt3. september 2024
Umsóknarfrestur22. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Reykjavíkurvegur 76, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar