Origo hf.
Origo hf.
Origo hf.

Aðstoð í mötuneyti

Við leitum að einstaklingi með ríka þjónustulund og jákvætt viðmót til starfa í mötuneyti Origo í Borgartúni.

Origo rekur framsækið mötuneyti með fjölbreyttri þjónustu fyrir starfsfólk. Meðal þess sem boðið er upp á í mötuneyti fyrirtækisins er morgunverður alla daga og heitur hádegismatur sem uppfyllir fjölbreyttar þarfir starfsfólks. Þar að auki kemur mötuneytið að því að útbúa veitingar fyrir móttökur og kynningar fyrir viðskiptavini eða starfsfólk.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Almenn aðstoð í eldhúsi
  • Undirbúningur og framreiðsla í hádegi
  • Uppvask, frágangur á vörum og þrif
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Jákvæðni og góð samskiptahæfni
  • Framúrskarandi þjónustulund
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Reynsla af vinnu í mötuneyti eða sambærilegu starfi æskileg

Vinnutími er frá kl. 07:00-15:00 alla virka daga og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.

Um Origo

Origo er þekkingar- og nýsköpunarfyrirtæki í upplýsingatækni. Sérhæfing okkar felst í því að skapa og reka örugga innviði og þróa lausnir sem hagræða og einfalda fólki dagleg störf. Betri tækni sem bætir líf fólks. Hjá okkur starfa um 300 manns sem stöðugt þróa lausnir með það markmið að tryggja árangur viðskiptavina okkar, sem eru um þúsund talsins.

Umsóknarfrestur er til og með 21. október.

Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað. Nánari upplýsingar veita sérfræðingar á mannauðssviði Origo.

Auglýsing birt11. október 2024
Umsóknarfrestur21. október 2024
Staðsetning
Borgartún 37, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar