
Dagar hf.
Dagar eru framsækið en rótgróið fyrirtæki og saga okkar nær allt aftur til ársins 1980.
Við leggjum áherslu á að skapa framúrskarandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar. Sérhæfing okkar byggir á áratuga reynslu, framsækni og frábæru starfsfólki. Við höfum einsett okkur að vera í fremstu röð í ræstingum og þrifum, fasteignaumsjón og virðisaukandi vinnustaðalausnum þegar kemur að þjónustustigi, öryggi og nýjungum.
Starfsemin teygir anga sína víða um land, Dagar eru með fastar starfsstöðvar á Akureyri, Selfossi og í Reykjanesbæ auk höfuðstöðva í Garðabæ.
Hjá Dögum starfar öflugur hópur fólks sem nýtir hugvit sitt og verkvit til að létta viðskiptavinum sínum lífið.
Gildin okkar eru virðing, frumkvæði, ábyrgð og gæði.
Vinnustaðurinn
Hjá Dögum starfa um 800 einstaklingar af mismunandi þjóðernum, með fjölbreyttan bakgrunn, reynslu og þekkingu.
Virk þátttaka og helgun starfsfólks er lykillinn að velgengni okkar. Árangur okkar er drifinn áfram af metnaði og knýjandi þörf fyrir að leita sífellt leiða til að gera betur, auka gæði og draga úr sóun ásamt forvitni okkar, frumkvæði og aga við að þróa nýjar þjónustulausnir sem viðskiptavinir okkar kunna að meta.
Við leggjum áherslu á starfstengda fræðslu og frá fyrsta degi fær starfsfólk þjálfun sem leggur áherslu á öryggi og tryggir rétt handtök í einu og öllu.
Við vitum að ánægt starfsfólk er lykillinn að ánægðum viðskiptavinum og þess vegna leggjum við áherslu á heilbrigt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi, góða þjálfun og hrós fyrir vel unnið verk. Við liðsinnum okkar fólki að eflast og ná árangri og erum stolt þegar við sjáum það blómstra í lífi og starfi.

Aðalbókari
Aðalbókari ber ábyrgð á daglegu bókhaldi félagsins, launavinnslu og undirbúningi uppgjöra. Starfið felur í sér náið samstarf við fjármálastjóra og regluleg samskipti við viðskiptavini, birgja, endurskoðendur og starfsfólk félagsins. Aðalbókari gegnir lykilhlutverki í að tryggja áreiðanleika fjárhagsupplýsinga og vandaða fjármálastjórn.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Færsla bókhalds og reglulegar afstemmingar
- Undirbúningur mánaðarlegra uppgjöra
- Undirbúningur gagna og samskipti við endurskoðendur
- Samantekt og greining fjárhagsupplýsinga og skýrslugerð
- Innheimta og eftirfylgni
- Önnur tilfallandi verkefni á fjármálasviði eftir þörfum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi, s.s. viðskiptafræði, bókhald eða sambærileg menntun
- Reynsla af bókhaldsstörfum er skilyrði
- Reynsla af notkun Business Central er kostur
- Góð almenn tölvukunnátta, m.a. í Excel
- Greiningarhæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
- Góð íslensku og enskukunnátta er skilyrði
- Góð samskiptahæfni, þjónustulund og sjálfstæði í vinnubrögðum
Auglýsing birt13. janúar 2026
Umsóknarfrestur23. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Lyngás 17, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskiptiMicrosoft Dynamics 365 Business CentralMicrosoft ExcelNákvæmniViðskiptafræðingurViðurkenndur bókariÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Starf í bókhaldi í deild fjármála
Skatturinn

Bókari og Uppgjörsaðili
Fjárheimar ehf.

Fagkaup óskar eftir sérfræðingi í viðburðahaldi
Fagkaup ehf

Starf í bókhaldi
Atlantik

Bókhald
Hagvangur

Bókari
KFUM og KFUK á Íslandi

Sérfræðingur í bókhaldi
Activity Stream

Sérfræðingar í bókhaldi og/eða uppgjörum
Löggiltir endurskoðendur ehf

Sérfræðingur á fjármálasviði - bókhald
First Water

Bókari með reynslu – Taktu þátt í vexti og þróun
Langisjór | Samstæða

Bókari hjá Bláskógabyggð
Bláskógabyggð

Bókari í hlutastarfi (50–80%)
Deluxe Iceland