DHL Express Iceland ehf
Alþjóða hraðsendingar og fraktsendingar um allan heim í lofti, á sjó, með bílum og lestum. Vöruhúsalausnir, allt frá pökkun til geymslu, póstsendingar um allan heim, sem og aðrar sérhæfðar lausnir á sviði vörustjórnunar - DHL færir þér úrval flutningsleiða og yfirburði heim að dyrum.
Að starfa fyrir DHL þýðir að taka ábyrgð, sigrast á ögrandi áskorunum og vaxa og þroskast sem hluti af fjölbreyttu alþjóðlegu starfsliði.
Nýttu þér margskonar spennandi möguleika á starfsframa til að skila góðum árangri með okkur og vera hluti af stærsta flutningafyrirtæki í heimi.
DHL býður fjölbreytt störf með mikla möguleika á öllum starfsþrepum í öllum heimshlutum. Sem starfsmaður hjá okkur færðu tækifæri til að móta með góðri vinnu í góðum hópi þína eigin framtíð bæði í starfi og leik. Saman myndum við fyrirtæki sem við getum verið virkilega stolt af.
Aðalbókari
DHL Express Iceland leitar nú að kraftmiklum, sjálfstæðum og metnaðarfullum einstaklingi með reynslu af fjölbreyttum verkefnum innan fjárhagsdeildar í stöðu aðalbókara. DHL er alþjóðlegasta flutningsfyrirtæki heims og hjá DHL Express á Íslandi starfa yfir 120 sérfræðingar. Aðalbókari mun vinna náið með fjármálastjóra fyrirtækisins við utanumhald fjárhagsbókhalds félagsins, uppgjörsvinnu, skýrslugerð og endurskoðun. Mun aðalbókari félagsins hafa einn starfsmann í mannaforráð og ber ábyrgð á þjálfun og framþróun þess starfsmanns.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sjá til þess að fjárhagsbókhald félagsins sé rétt og gefi rétta mynd af stöðu félagsins
- Ábyrgð á afstemmingum á efnahagslyklum félagsins
- Samskipti við ytri/innri endurskoðenda og skattyfirvöld
- Ábyrgð á samskiptum og uppgjör á viðskiptum við tengda aðila
- Ábyrgð á fylgni og skjölun á innri ferlum sem varðar fjárhagsbókhald félagsins
- Aðstoð við gerð rekstrar- og fjárfestingaáætlana
- Þjálfun bókara félagsins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði viðskiptafræða og/eða reikningshalds
- Reynsla af störfum innan fjárhagsdeildar, sér í lagi reynsla á færslu og umsjón fjárhagsbókhalds
- Leiðtogahæfileikar og geta til að hvetja aðra til árangurs
- Gott vald á íslensku og ensku í rituðu og mæltu máli
- Þekking og/eða reynsla af starfrænni þróun og lausnum við færslu fjárhagsbókhalds
- Þjónustulund, jákvæðni og mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Mikil tölvuhæfni, nákvæmni, sjálfstæði og skipulög vinnubrögð
Auglýsing birt13. febrúar 2024
Umsóknarfrestur3. mars 2024
Staðsetning
Ármúli 3, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
AfstemmingDynamics NAVFrumkvæðiHreint sakavottorðMetnaðurUppgjörVandvirkni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)
Þjónustufulltrúi - Akureyri
Terra hf.
Sérfræðingur á fjármálasviði
Taktikal
Bókhald og uppgjör
Aalborg Portland
Ráðgjafi í rekstri
RML
Sérfræðingur í siglingum
Vegagerðin
Vörusérfræðingur í innkaupum
Vegagerðin
VSFK óskar eftir starfsmanni á skrifstofu stéttarfélagsins
VSFK
Birgðabókari
Provision
Accountant & Office Assistant (Part-time)
WiseFish ehf.
Sérfræðingur í greiðslulausnum
Straumur
Bókari í hlutastarf
Domino's Pizza
Skrifstofustarf
Spektra