DHL Express Iceland ehf
DHL Express Iceland ehf
DHL Express Iceland ehf

Aðalbókari

DHL Express Iceland leitar nú að kraftmiklum, sjálfstæðum og metnaðarfullum einstaklingi með reynslu af fjölbreyttum verkefnum innan fjárhagsdeildar í stöðu aðalbókara. DHL er alþjóðlegasta flutningsfyrirtæki heims og hjá DHL Express á Íslandi starfa yfir 120 sérfræðingar. Aðalbókari mun vinna náið með fjármálastjóra fyrirtækisins við utanumhald fjárhagsbókhalds félagsins, uppgjörsvinnu, skýrslugerð og endurskoðun. Mun aðalbókari félagsins hafa einn starfsmann í mannaforráð og ber ábyrgð á þjálfun og framþróun þess starfsmanns.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Sjá til þess að fjárhagsbókhald félagsins sé rétt og gefi rétta mynd af stöðu félagsins
 • Ábyrgð á afstemmingum á efnahagslyklum félagsins
 • Samskipti við ytri/innri endurskoðenda og skattyfirvöld
 • Ábyrgð á samskiptum og uppgjör á viðskiptum við tengda aðila
 • Ábyrgð á fylgni og skjölun á innri ferlum sem varðar fjárhagsbókhald félagsins
 • Aðstoð við gerð rekstrar- og fjárfestingaáætlana
 • Þjálfun bókara félagsins
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Menntun á sviði viðskiptafræða og/eða reikningshalds
 • Reynsla af störfum innan fjárhagsdeildar, sér í lagi reynsla á færslu og umsjón fjárhagsbókhalds
 • Leiðtogahæfileikar og geta til að hvetja aðra til árangurs
 • Gott vald á íslensku og ensku í rituðu og mæltu máli
 • Þekking og/eða reynsla af starfrænni þróun og lausnum við færslu fjárhagsbókhalds
 • Þjónustulund, jákvæðni og mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Mikil tölvuhæfni, nákvæmni, sjálfstæði og skipulög vinnubrögð
Auglýsing stofnuð13. febrúar 2024
Umsóknarfrestur3. mars 2024
Starfstegund
Staðsetning
Ármúli 3, 108 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfstemmingPathCreated with Sketch.Dynamics NAVPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.UppgjörPathCreated with Sketch.Vandvirkni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar