Sveitarfélagið Vogar
Sveitarfélagið Vogar
Sveitarfélagið Vogar
Sveitarfélagið Vogar

Aðalbókari

Sveitarfélagið Vogar óskar eftir að ráða til sín aðalbókara. Aðalbókari ber ábyrgð á bókhaldi sveitarfélagsins, stofnana og fyrirtækja þess. Starfið er hluti af fjármála- og stjórnsýslusviði og felur í sér umsjón með bókhaldi og þátttöku í uppgjörum og áætlanagerð. Um fullt starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
Umsjón, eftirlit og ábyrgð á bókhaldi
Umsjón með bókhaldskerfinu Navision
Skilagreinar, milliuppgjör og áætlanagerð
Uppgjör og frágangur bókhalds
Innra eftirlit
Þátttaka í gerð verkferla og eftirfylgni þeirra
Aðstoð við stjórnendur og starfsmenn
Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun sem nýtist í starfi er kostur
Þekking og góð reynsla af bókhaldi er skilyrði
Haldbær þekking og reynsla af Navision er kostur
Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, einkum sveitarfélaga, er æskileg
Starfið krefst nákvæmi, skipulags og sjálfstæðra vinnubragða
Jákvæðni í samstarfi, lausnamiðað viðhorf og rík þjónustulund.
Auglýsing stofnuð23. maí 2023
Umsóknarfrestur6. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Iðndalur 2, 190 Vogar
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.NavisionPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.UppgjörPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.