Hekla
Hekla
Hekla sérhæfir sig i sölu og þjónustu á nýjum og notuðum bílum frá Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi. Allt eru þetta framleiðendur sem þekktir eru um allan heim fyrir framúrskarandi gæði og áreiðanleika. Hjá okkur starfar samstilltur hópur reyndra og þjónustulipra 120 starfsmanna sem hafa það að leiðarljósi að veita framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf. Öflug liðsheild einkennir fyrirtækið sem hefur undanfarin ár verið leiðandi í sölu og viðhaldi á vistvænum bílum. Við bjóðum upp á alhliða bifreiðaþjónustu og búum yfir einu best búna bifreiðaverkstæði landsins þar sem starfa þrautþjálfaðir bifvélavirkjar. Hekla er staðsett við Laugaveg 174 í Reykjavík en Hekla Notaðir Bílar eru á Kletthálsi 13 en þar er að finna mikið úrval nýlegra og notaðra bíla. Þjónusta og sala Heklu snýst um þig.
Hekla

Ábyrgðarfulltrúi

Við leitum að öflugum liðsfélaga í teymi verkstæðismóttöku Heklu., m.a. við yfirferð og útskrift reikninga. Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg.

Helstu verkefni og ábyrgð
Yfirfara þjónustubeiðnir og skrifa út reikninga vegna ábyrgarverka á verkstæði Heklu
Skipulag og varðveisla gagna í tengslum við ábyrgðaverk
Stuðningur við starfsfólk verkstæðis sem vinnur við ábyrgðaverk
Undirbúningur almennra verkbeiðna og samskipti við viðskiptavini
Stuðningur við starfsfólk þjónustumóttöku vegna annarra reikninga en ábyrgðaverka
Afleysingar í þjónustumóttöku
Menntunar- og hæfniskröfur
Reynsla úr bifreiðaumboðum, sérstaklega þjónustumóttöku er æskileg
Almenn þekking á uppbyggingu bíla er skilyrði
Reynsla af bifvélavirkjun er kostur
Nákvæmni er skilyrði
Framúrskarandi íslenskukunnátta er skilyrði
Góð enskukunnátta er skilyrði
Geta til þess að nota flókin tölvukerfi, bæði til skráningar og úrvinnslu
Geta til þess leysa krefjandi mál
Framúrskarandi þjónustulund
Auglýsing stofnuð26. maí 2023
Umsóknarfrestur13. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Laugavegur 174A, 105 Reykjavík
Klettháls 13, 110 Reykjavík
Tunguháls 8, 110 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.BifvélavirkjunPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.