Starfsmaður í leikskólann Aðalþing

Aðalþing leikskóli Aðalþing 2, 203 Kópavogur


Lífsglaður
og samviskusamur starfsmaður óskast til skapandi og skemmtilegra starfa við leikskólann Aðalþing

Aðalþing, sem er einkarekinn leikskóli í Kópavogi, hefur vakið athygli fyrir margskonar þróunarstarf og skemmtilega nýbreytni sem starfsfólk og börn hafa staðið að í sameiningu.

Það er mikilvægt að bjóða börnum bestu mögulegu aðstæður sem völ er á og því skiptir máli að mikil breidd sé í starfsmannahópnum og bakgrunnur starfsmanna sé margskonar.Við gætum vel hugsað okkur að fá til liðs í þetta mikilvæga verkefni, starfsmann með stúdentspróf eða háskólamenntun. Fólk með aðra eða minni menntun kemur einnig til greina.

Karlar, jafnt sem konur, eru hvött til að sækja um starf með okkur en nú þegar er hátt hlutfall karlmanna starfandi við skólann.

Við viljum við ráða starfsmann sem fyrst. Upplýsingar veitir Hörður leikskólastjóri í netfanginu hordur@adalthing.is


Vertu í sambandi