A4
A4
A4

A4 - Sumarstarf í vöruhúsi

Við hjá A4 óskum eftir að ráða ábyrgan og kraftmikinn einstakling í fullt starf í vöruhús okkar. Í vöruhúsinu starfar mjög samheldinn og góður hópur og vantar okkur nú inn auka liðsmann yfir sumartímann.

Vinnutíminn er frá 08:00 til 17:00 mánudaga til fimmtudaga og frá 08:00 – 16:00 á föstudögum. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Helstu verkefni:

  • Vörumóttaka og skráning birgða
  • Tínsla og talningar
  • Útkeyrsla
  • Tiltekt og afhending vara
  • Önnur störf sem snúa að vöruhúsinu

Hæfniskröfur og persónulegir eiginleikar:

  • Reynsla af sambærilegu starfi æskileg
  • Meirapróf og lyftarapróf kostur
  • Samviskusemi, nákvæmni, vandvirkni og metnaður til að leggja sig fram
  • Rík þjónustulund
  • Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að vinna í hóp
  • Stundvísi, sveigjanleiki og rík ábyrgðartilfinning
  • Góð íslensku og enskukunnátta
  • Hreint sakavottorð 
  • Aldur 18 ára eða eldri.

Nánari upplýsingar um starfið veitir vöruhúsastjóri, Lárus Mikael, í gegnum netfangið [email protected].

Umsóknarfrestur er til og með 24 mars 2025.

A4 er framsækið fyrirtæki og leggur metnað sinn í að vera í fararbroddi á sviði húsgagna, skrifstofu-, skóla-, föndur- og hannyrðavara og leggur áherslu á góða og trausta þjónustu við viðskiptavini. Við erum stolt af því að geta boðið upp á heimsþekkt vörumerki sem eiga það öll sameiginlegt að vera í háum gæðaflokki. Hjá fyrirtækinu starfa um 140 manns.

Auglýsing birt14. mars 2025
Umsóknarfrestur24. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Köllunarklettsvegur 10, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar