

A4- Hlutastarf í vöruhúsi
Við hjá A4 auglýsum eftir röskum og duglegum starfsmanni í hlutastarf í vöruhús okkar.
Vinnutími er samkomulag milli starfsmanns og næsta yfirmanns en miðað er við hálfan virkan dag í viku og fleiri vaktir í kringum álagstíma.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni :
· Almenn lagerstöf
· Tínsla, vörumóttaka, talningar, pökkun og tiltekt afgreiðslu viðskiptavina
Hæfniskröfur og persónulegir eiginleikar
· Samviskusemi, nákvæmni, vandvirkni og metnaður til að leggja sig fram
· Þjónustulund
· Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að vinna í hóp
· Stundvísi, sveigjanleiki og rík ábyrgðartilfinning
· Hreint sakavottorð
Nánari upplýsingar um starfið veitir vöruhúsastjóri, Þorgeir Magnússon, í síma 580-0000.
Umsóknarfrestur er til og með 4 október 2023
A4 er framsækið fyrirtæki og leggur metnað sinn í að vera í fararbroddi á sviði skrifstofu-, skóla-, föndur- og hannyrðavara og húsgagna. A4 leggur áherslu á góða og trausta þjónustu við viðskiptavini. Við erum stolt af því að geta boðið upp á heimsþekkt vörumerki sem eiga það öll sameiginlegt að vera í háum gæðaflokki. A4 rekur einnig Kubbabúðina í Smáralind.











