Sumarstarfsmaður - skrifstofustarf

Viðlagatrygging Íslands Hlíðasmári 14, 201 Kópavogur


Við leitum að starfsmanni til að leysa af á skrifstofu Viðlagatryggingar Íslands í sumar. Starfið felur í sér almenn skrifstofustörf, símsvörun, skjalavörslu, yfirferð reikninga og samskipti við viðskiptavini. Við erum fimm sem störfum árið um kring hjá Viðlagatryggingu Íslands og fögnum því að fá liðsauka til að auðvelda okkur skipulag sumarleyfa.

Meðal verkefna:

• Almenn skrifstofustörf, símsvörun og afgreiðsla viðskiptavina

• Eftirlit/vöktun með rafrænum tilkynningum og netfangi VTÍ

• Móttaka og meðferð pósts

• Skjalavinnsla

• Skráning og uppfærsla gagna í Tjónaskrá

• Móttaka matsgerða frá matsmönnum og öflun viðbótargagna

• Innri úttektir í gæðakerfi

• Gagnavinnsla vegna úrskurðarmála

• Móttaka og skráning styrkbeiðna

• Sendiferðir

• Merking og frágangur fundagagna

• Umsjón með veitingum og frágangur í eldhúsi

Menntunar og hæfniskröfur:

• Frumkvæði, skipulagning og sjálfstæði í vinnubrögðum

• Góð kunnátta í ensku og íslensku

• Góð þekking á upplýsingatækni

• Þekking á starfsemi stofnunarinnar

• Lipurð í mannlegum samskiptum

 

Viðlagatrygging Íslands (VTÍ) er ríkisstofnun sem starfar skv. sérlögum nr. 55/1992 um Viðlagatryggingu Íslands og reglugerð nr. 83/1993 um Viðlagatryggingu Íslands. Starfsstöð VTÍ er í Hlíðasmára 14, Kópavogi.

Umsóknarfrestur:

06.04.2017

Auglýsing stofnuð:

31.03.2017

Staðsetning:

Hlíðasmári 14, 201 Kópavogur

Starfstegund:

Sumarstarf


Starfsgreinar
Skrifstofustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi