Flying Tiger Copenhagen
Flying Tiger Copenhagen
Að fara í Flying Tiger Copenhagen er skemmtileg upplifun. Þess vegna höfum við stækkað úr 200 kr. verslun í farsæla, alþjóðlega verslunarkeðju með frumlegar, litríkar, praktískar og skemmtilegar vörur – og danska hönnun – á mjög viðráðanlegu verði. Flying Tiger Copenhagen stækkar hratt og er með yfir 900 verslanir í 30 löndum í Evrópu, Japan og Suður-Kóreu. Í hverjum mánuði koma yfir 300 nýjar vörur í verslanir okkar og helmingur þeirra er hannaður af hönnunarteyminu okkar. Grunnhugmynd fyrirtækisins er byggð á að vinnustaðurinn sé afslappaður og lifandi, með starfsfólki sem vinnur heilshugar að markmiðum okkar, finnur fyrir ábyrgð, er vakandi fyrir nýjungum og breytingum og hefur gott ímyndunarafl, sem heldur hlutunum á hreyfingu og í þróun alla daga. Þú getur lesið meira um Flying Tiger Copenhagen á flyingtiger.com
Flying Tiger Copenhagen

50% framtíðarstarf í Kringlu eða á Laugavegi (18 ára+)

Ímyndaðu þér vinnu þar sem þú hlakkar alltaf til að mæta og vilt varla að vaktin þín sé búin! Á vinnustað fullum af svölu dóti og með skemmtilegu samstarfsfólki í lifandi umhverfi í Kringlunni eða á Laugaveginum! Þar sem viðskiptavinirnir eru glaðir og kátir. Þannig er þetta hjá Flying Tiger Copenhagen og við viljum gjarnan fá þig til að vinna með okkur.

Við leitum að draumastarfsfólki (18 ára eða eldri) í verslanir okkar í Kringlunni og á Laugavegi.

Um er að ræða 50% framtíðarstarf og möguleiki er á aukavinnu.

Við viljum að það sé gaman í Flying Tiger Copenhagen – bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk. Ert þú týpan sem getur gert heimsókn í Flying Tiger Copenhagen að skemmtun, haldið hillunum hreinum og fínum, fyllt þær af spennandi vörum og passað upp á að verslun okkar séu alltaf í toppstandi og aðlaðandi? Kemur ekki of seint og finnst gaman að hafa nóg að gera?

Ef þér finnst gaman að vera í smá hasar og líst vel á hugmyndafræði Flying Tiger Copenhagen, þá trúum við því að þú gætir orðið okkar næsti draumastarfsmaður.

Hljómar eins og starf fyrir þig? Ekki bíða! Sendu inn umsókn.

Helstu verkefni og ábyrgð
Almenn verslunarstörf
Menntunar- og hæfniskröfur
Mikil þjónustulund, dugnaður, stundvísi og breitt bros
Auglýsing stofnuð19. september 2023
Umsóknarfrestur10. október 2023
Starfstegund
Staðsetning
Laugavegur 13, 101 Reykjavík
Kringlan 1, 103 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.