Verkefnastjóri fræðslu og miðlunar

Kópavogsbær Fannborg 2, 200 Kópavogur


Bókasafn Kópavogs óskar eftir öflugum og hugmyndaríkum einstaklingi í starf verkefnastjóra fræðslu og miðlunar. Næsti yfirmaður er forstöðumaður Bókasafns Kópavogs.

Bókasafn Kópavogs býður Kópavogsbúum og öðrum aðgengi að þekkingu og stuðlar að fjölbreyttri, öflugri og skipulagðri menningarstarfsemi- og fræðslu fyrir samfélagið í heild. Safnið hefur það að leiðarljósi að vera í fararbroddi almenningsbókasafna í landinu hvað varðar þjónustu, safnkost og búnað og á safninu starfar samheldinn og öflugur starfsmannahópur. Safnið er hluti af Menningarhúsunum í Kópavogi, sjá nánar www.menningarhusin.kopavogur.is.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Skipulag og umsjón með fræðslu fyrir börn og ungmenni og móttaka skólahópa.
 • Fjölmenningarverkefni.
 • Markaðs- og kynningarmál, m.a. textavinna og tengsl við fjölmiðla.
 • Aðstoð við skipulag viðburða.
 • Sinnir grunnstarfsemi safnsins, s.s. upplýsingamiðlun, þjónustu við gesti og þróun verkefna.
 • Situr í fræðslu- og viðburðateymi safnsins, fjölmenningarteymi og markaðs- og kynningarteymi
 • Þátttaka í annarri teymisvinnu innan safns sem utan.
 • Starfar náið með verkefnastjórum fræðslu- og kynningarmála hjá Menningarhúsunum í Kópavogi.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af því að vinna með börnum og unglingum.
 • Reynsla af verkefnastjórnun.
 • Reynsla af markaðs- og kynningarmálum æskileg.
 • Reynsla af vinnu á bókasafni kostur.
 • Góð almenn tölvukunnátta.
 • Þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti skilyrði og færni í öðru tungumáli kostur.
 • Hugmyndaauðgi, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
 • Færni til að vinna undir álagi og sinna mörgum verkefnum.

Ráðningartími og starfshlutfall

 • Um er að ræða 100% stöðu og
 • Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í ágúst.

Með umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Lísa Z. Valdimarsdóttir forstöðumaður Bókasafns Kópavogs í s. 441 6800

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt í gegnum ráðningarvef Kópavogsbæjar á www.kopavogur.is.

Umsóknarfrestur:

22.04.2019

Auglýsing stofnuð:

05.04.2019

Staðsetning:

Fannborg 2, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir Sérfræðistörf Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi