NPA miðstöðin
NPA miðstöðin
NPA miðstöðin aðstoðar fatlað fólk og aðstandendur við það utanumhald og þá umsýslu sem fylgir því að hafa notendastýrða persónulega aðstoð. NPA miðstöðin veitir m.a. ráðgjöf, heldur fræðslunámskeið, greiðir aðstoðarfólki laun og sér um launatengd mál. Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónustuform sem byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og gerir fötluðu fólki kleift að ráða hvar það býr og með hverjum það býr. Fatlað fólk stýrir því hvernig aðstoðin er skipulögð, hvenær hún fer fram, hvar hún fer fram og hver veitir hana. Persónulegt aðstoðarfólk aðstoðar NPA notendur við sitt daglega líf, svo það hafi sömu möguleika og ófatlað fólk.
NPA miðstöðin

22ja ára strák vantar aðstoðarvin

Ég er að leita eftir strák eða stelpu í viðbót við minn frábæra NPA aðstoðarvinahóp, en á mínu heimili köllum við hópinn í kringum mig NPA aðstoðarvini, því við erum að gera svo margt skemmtilegt saman eins og vinir gera, en auk þess hjálpa vinir mínir mér með aðstoð við allar skyldur og þarfir dagslegs lífs því ég er í hjólastól og þarf mikla aðstoð.

Áhugamál mín eru fjölbreytt. Mér finnst mjög gaman að fara á tónleika, í leikhús, bíó, út að borða, chilla heima í góðum félagsskap, fara í ferðalög, bæði innanlands og utan ofl.ofl.

Samvera mín og NPA vina minna er virkilega gefandi og skemmtileg, en eðlilega mikil ábyrgð líka. Ég er búinn að vera svo heppinn að eiga sömu NPA vini í fjöldamörg ár.

Við skiptum föstum NPA vöktum niður á morgun, dag, kvöld og helgarvaktir og NPA vinir mínir eru öll ungt fólk sem er í skóla eða vinnu og hitta mig á föstum fyrirfram settum vöktum, sumir oft eða nokkrum sinnum í viku aðrir minna, allt eftir samkomulagi.

Ég á minn eigin bíl og er því nauðsynlegt að NPA vinir mínir hafi bílpróf, tali íslensku, eru með hreint sakavottorð og séu upplýstir og meðvitaðir um að notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) byggist á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf – sjá nánar á www.npa.is

Helstu verkefni og ábyrgð
Aðstoð við daglegt líf
Menntunar- og hæfniskröfur
Bílpróf
Hreint sakarvottorð
Íslensku kunnátta skilyrði
Auglýsing stofnuð26. maí 2023
UmsóknarfresturEnginn
Starfstegund
Staðsetning
Urðarhvarf 8, 203 Kópavogur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.