

22ja ára strák vantar aðstoðarvin
Ég er að leita eftir strák eða stelpu í viðbót við minn frábæra NPA aðstoðarvinahóp, en á mínu heimili köllum við hópinn í kringum mig NPA aðstoðarvini, því við erum að gera svo margt skemmtilegt saman eins og vinir gera, en auk þess hjálpa vinir mínir mér með aðstoð við allar skyldur og þarfir dagslegs lífs því ég er í hjólastól og þarf mikla aðstoð.
Áhugamál mín eru fjölbreytt. Mér finnst mjög gaman að fara á tónleika, í leikhús, bíó, út að borða, chilla heima í góðum félagsskap, fara í ferðalög, bæði innanlands og utan ofl.ofl.
Samvera mín og NPA vina minna er virkilega gefandi og skemmtileg, en eðlilega mikil ábyrgð líka. Ég er búinn að vera svo heppinn að eiga sömu NPA vini í fjöldamörg ár.
Við skiptum föstum NPA vöktum niður á morgun, dag, kvöld og helgarvaktir og NPA vinir mínir eru öll ungt fólk sem er í skóla eða vinnu og hitta mig á föstum fyrirfram settum vöktum, sumir oft eða nokkrum sinnum í viku aðrir minna, allt eftir samkomulagi.
Ég á minn eigin bíl og er því nauðsynlegt að NPA vinir mínir hafi bílpróf, tali íslensku, eru með hreint sakavottorð og séu upplýstir og meðvitaðir um að notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) byggist á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf – sjá nánar á www.npa.is



















