Iittala búðin

Iittala búðin

Vinnustaðurinn
Iittala búðin
O miejscu pracy
Iittala búðin er staðsett á 1. hæð Kringlunnar. Verslunin sérhæfir sig í sölu á gjafavöru og borðbúnaði frá finnska hönnunarfyrirtækinu Iittala. Iittala búðin er sérhæfð verslun sem selur vörur frá finnska framleiðandanum Iittala. Iittala er heimsþekkt fyrir listrænar gler- og leirvörur sínar en Alvar Aalto, Oiva Toikka og Tapio Wirkkala eru aðeins brot af langri upptalningu hönnuða sem hafa unnið fyrir Iittala í gegnum árin. Verslunin í Kringlunni starfar í nánu samstarfi við Iittala í Finnlandi og er ein sinnar tegundar á Íslandi. Starfsfólk Iittala búðarinnar er sérþjálfað í vörunum og getur því svarað flest öllum spurningum sem brenna á Iittala unnandanum. Iittala búðin er hluti af Heimilistækja fjölskyldunni sem á og rekur fjölbreyttar verslanir um land allt. Verslanir samstæðunnar eru Heimilistæki, Tölvulistinn, Rafland, Byggt og búið, Kúnígúnd og Iittala búðin en auk þess rekur fyrirtækið Raftækjalagerinn og verkstæði. Hjá samstæðunni starfa tæplega 200 starfsmenn í fjölbreyttum störfum þar sem lögð er áhersla á jákvætt starfsumhverfi og vinalegan starfsanda.

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2024

Moodup - Vinnustaður í fremstu röð 2024

Jafnlaunavottun

Kringlan 8-12
Jafnlaunastefna
Við leggjum áherslu á að greiða jöfn laun og veita sömu kjör fyrir sambærilega frammistöðu, óháð kyni, kynþætti eða öðrum órökstuddum viðmiðum.
Mannauðsstefna
Við getum stolt sagt frá því að meðalstarfsaldur Heimilistækjasamstæðunnar er tæp 10 ár, út frá því má áætla að starfsánægja hjá okkar starfsfólki sé þónokkur. Við leggjum áherslu á jákvætt starfsumhverfi og vinalegan starfsanda ásamt því að veita ætíð framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina okkar og samstarfsfélaga.

1-10

pracownicy

0%

100%

Rozrywka

Hluti af því að skapa jákvætt og vinalegt starfsumhverfi er að hrista reglulega saman starfshópinn og bjóða upp á reglulega skemmtun. Árlegir viðburðir eru til dæmis glæsileg árshátíð, jólahlaðborð, keilumót, golfmót og fleiri smærri viðburðir á vegum starfsmannafélagsins.

Þjónustustefna
Við leggjum mikið upp úr því að veita góða þjónustu. Því teljum við ekki síður mikilvægt fyrir góðan sölufulltrúa að hafa ríka þjónustulund. Við bjóðum reglulega upp á vörufræðslufundi fyrir starfsfólk svo það geti aukið sjálfsöryggi og þekkingu sína í starfi.