
Icelandia
Your Entrance to the Wonders of Iceland

O miejscu pracy
Icelandia er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 600 einstaklingar sem leggja sig fram við að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustuupplifun.
Undir vörumerki Icelandia starfa:
Activity Iceland,
Almenningsvagnar Kynnisferða
Bílaleiga Kynnisferða – Enterprise Rent-A-Car
Dive.is
Flybus
Garðaklettur
Hópbifreiðar Kynnisferða
Icelandic Mountain Guides
Reykjavik Excursions
Fyrirtækið sinnir ferðamönnum með ólíkri þjónustu sem spannar allt frá rútuferðum til sérsniðinna ævintýraferða.
Activity Iceland hefur boðið upp á sérferðir á breyttum bílum og lúxusferðir.
Almenningsvagnar Kynnisferða eiga 58 strætisvagna og sjá um viðhald og rekstur þeirra. Félagið sinnir akstri á 11 leiðum fyrir Strætó bs á höfuðborgarsvæðinu.
Enterprise Rent-A-Car er stærsta bílaleiga í heimi og starfar hér á landi undir vörumerki Icelandia. Félagið er með um 1.000 bíla í rekstri í langtíma- og skammtímaleigu.
Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að vera fimm stjörnu PADI köfunarskóli.
Flybus býður upp á akstur á milli Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Garðaklettur á og sér um viðhald og rekstur á dráttarbílum ásamt því að sinna vörubílaakstri.
Hópbifreiðar Kynnisferða heldur utan um rekstur hópbifreiða af öllum stærðum.
Icelandic Mountain Guides hafa verið í fararbroddi íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja á sviði afþreyingar, göngu- og fjallaferðum og bjóða meðal annars upp á fjórhjólaferðir, jöklaferðir og styttri og lengri gönguferðir.
Reykjavik Excursions er eitt elsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins og býður upp á dagsferðir í Bláa Lónið, Gullna hringinn, Jökulsárlón, norðurljósa ferðir og margt fleira.
Icelandia leitar að áhugasömu starfsfólki sem nýtir þekkingu og reynslu í daglegum störfum í jákvæðu starfsumhverfi.
Fyrirtækið er ISO 14001 vottað og er það markmið okkar að nálgast náttúruna með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.
Gæða- og umhverfisvottun ferðaþjónustunnar
Vakinn er gæða- og umhverfisvottun fyrir íslenska ferðaþjónustu.

ISO 14001 - Vottun umhverfisstjórnunarkerfa
Umhverfisstjórnunarstaðallinn ÍST EN ISO 14001:2015 er alþjóðlegur staðall sem skilgreinir kröfur fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja bæta heildar árangur sinn í umhverfismálum með því innleiða í starfsemi sína umhverfisstjórnunarkerfi.

Jafnlaunavottun
Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
Klettagarðar 12, 104 Reykjavík


501-1000
pracownicy
Ruch
Líkamsræktarstyrkur
Zdrowie
Styrkir vegna krabbameinsskoðunar og sálfræðitíma
Transport i komunikacja
Afsláttur af bílaleigubílum
Wyposażenie
Styrkur vegna kaupa á handfrjálsum búnaði
Rozrywka
Afsláttur af ferðum hjá Icelandia, reglulegir viðburðir í boði fyrirtækisins ásamt virku starfsmannafélagi






