
VISS, vinnu og hæfingarstöð í Þorlákshöfn óskar eftir deildarstjóra
VISS, vinnu og hæfingarstöð, óskar eftir að ráða deildarstjóra í 80% stöðu.
VISS er vinnustaður fyrir fólk með skerta starfsgetu. Unnið er að því að styðja og efla starfsmenn í vinnu og virkni. Hjá VISS er unnið eftir hugmyndafræðinni „Þjónandi leiðsögn“ og „Sjálfstætt líf“.
Leiðbeinendur vinna samkvæmt lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 auk tengdra reglugerða.
· Nánari upplýsingar veitir Jóhanna M. Hjartardóttir, sviðsstjóri, [email protected] og Eyrún Hafþórsdóttir, deildarstjóri velferðarþjónustu, [email protected] , í síma 480-3800
· Umsóknum skal skilað rafrænt á heimasíðu Ölfuss www.olfus.is
· Daglegt utanhald um rekstur og starfsemina
· Starfsmannahald
· Móta stefnu og markmið þjónustunnar
· Verkefnaöflun og að verkefni sé við hæfi hvers og eins
· Aðstoð við fatlað fólk í athöfnum daglegs lífs
Helstu markmið starfsins
· Faglegt starf með fötluðu fólki
· Leiðbeina, styðja og hvetja
· Skapa öryggi og vellíðan á vinnustað
· Efling sjálfsákvörðunarréttar fatlaðs fólks
· Menntun í þroskaþjálfun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
· Reynsla í starfi með fötluðu fólki
· Reynsla af stjórnun og starfsmannahaldi
· Leiðtoga- og skipulagshæfileikar
· Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
· Hæfni í mannlegum samskiptum
· Jákvæðni og góð þjónustulund
· Góð tölvukunnátta












