
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands er einn stærsti vinnustaður landsins. Auk tæplega þrettán þúsund nemenda starfa þar rúmlega sextán hundruð fastráðnir starfsmenn og yfir tvö þúsund stundakennarar og lausráðnir starfsmenn.Megin hlutverk Háskólans er að vera vísindaleg rannsókna- og fræðslustofnun. Til þess að svo megi vera þarf fjölmarga ólíka starfsmenn.
Háskóli Íslands er lifandi samfélag þar sem saman koma einstaklingar með ólíkan bakgrunn en allir vinna þó að sama marki að gera Háskóla Íslands að enn öflugri menntastofnun en hún er í dag.
Markmið Háskóla Íslands er að vera í fremstu röð háskóla og að nota alþjóðlega viðurkennda mælikvarða við allt gæðamat á starfi skólans. Gerðar eru kröfur til kennara, stjórnenda og annars starfsfólks til að ná þessu markmiði.
Í könnunum sem gerðar hafa verið um starfsumhverfi Háskóla Íslands kemur í ljós að starfsánægja er mikil, starfsandi góður og starfsfólk telur sig vera í góðri aðstöðu til að þróast í starfi.

Verkefnisstjóri á Þjónustuborði Háskóla Íslands
Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra á Þjónustuborði HÍ. Starfsfólk á Þjónustuborði veitir yfirgripsmikla þjónustu við deildir háskólans, fjölbreyttan hóp nemenda, starfsfólk og aðra sem til skólans leita. Það er einnig leiðandi í innleiðingu nýs þjónustukerfis háskólans.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Afgreiðsla og úrlausn á erindum nemenda, starfsfólks og gesta, innlendra sem erlendra. Ýmist á staðnum, í gegnum beiðnakerfi, netspjall, tölvupóst og síma.
- Móttaka greiðslna fyrir þjónustu og uppgjör í lok vinnudags.
- Upplýsingagjöf og aðstoð er varðar nám og starfsemi háskólans.
- Bóka stofur, fundaherbergi og sali fyrir ýmsa viðburði innan skólans.
- Umsjón með gestaíbúðum háskólans.
- Þátttaka í þróunarverkefnum á sviði þjónustu og önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi, háskólapróf er æskilegt.
- Rík þjónustulund, lipurð í mannlegum samskiptum og að geta unnið sjálfstætt.
- Góð almenn tölvufærni.
- Reynsla af vinnu með spjallmenni og þekking á notkun gervigreindar í starfi er kostur.
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
- Þekking í öðrum tungumálum og skilningur á ólíkum menningarheimum er kostur.
- Reynsla af sambærilegum störfum er kostur.
Utworzono ofertę pracy20. October 2025
Termin nadsyłania podań30. October 2025
Znajomość języków
AngielskiWymagane
islandzkiWymagane
Lokalizacja
Sæmundargata 2, 101 Reykjavík
Rodzaj pracy
Zawody
Tagi zawodowe
Podobne oferty pracy (12)

Ráðgjafi í þjónustuteymi
dk hugbúnaður ehf.

Ráðgjafi í tækniteymi
dk hugbúnaður ehf.

Þjónustufulltrúi Innri þjónustu
Bílaumboðið Askja

Þjónusturáðgjafi Mercedes-Benz og smart
Bílaumboðið Askja

Ferlasérfræðingur á lager
Rými

Þjónustufulltrúi
Terra hf.

Fjölbreytt störf hjá Öryggismiðstöðinni
Öryggismiðstöðin

Starfskraftur á Byggðasafninu í Görðum Akranesi
Byggðasafnið í Görðum

Lagerstarfsmaður 🌟
Álfasaga ehf

Sala & Vöruþróun í Norðurlöndunum
Luxury Adventures

Þjónusturáðgjafi í ELKO Lindum - Hlutastarf
ELKO

Umsjónarmaður Glerártorgs og fasteigna félagsins
Eik fasteignafélag hf.