
Bílaumboðið Askja
Bílaumboðið Askja er framsækið þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á nýjum og notuðum bifreiðum frá Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart ásamt þjónustu og viðhaldi fyrir viðskiptavini Öskju, bæði til einstaklinga og fyrirtækja.
Við vitum að eitt mesta virði okkar felst í góðum mannauð.
Hjá Öskju starfar samheldin og fjölbreyttur hópur sem býr yfir brennandi áhuga í sínu fagi, framúrskarandi þjónustulund og metnaði til ná árangri. Askja býður upp á fyrirmyndaraðstöðu fyrir starfsfólk, eitt fullkomnasta bifreiðaverkstæði landsins, glæsilega sýningarsali og varahlutaþjónustu.
Lögð er sérstök áhersla á að skapa menningu sem einkennist af gleði, samvinnu og sveigjanleika. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina með því að veita starfsfólki stuðning og skapa því umhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku og heiðarleika.
Askja er staðsett á Krókhálsi í þremur húsnæðum. Askja notaðir bílar eru á Krókhálsi 7 þar sem við bjóðum upp á úrval notaðra bíla frá öllum bílaframleiðendum. Sýningarsalur Mercedes-Benz og smart er á Krókhálsi 11 ásamt höfuðstöðvum Öskju og skrifstofu og svo sýningarsalur Kia og Honda á Krókhálsi 13.

Þjónusturáðgjafi Mercedes-Benz og smart
Við leitum að þjónustuliprum og ábyrgum aðila til að sinna móttöku viðskiptavina fólks – og sendibílaverkstæðis Mercedes-Benz og smart.
Askja er sölu- og þjónustuumboð fyrir Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart. Hjá Öskju starfar vel þjálfaður og öflugur hópur starfsfólks, en virk þjálfun og endurmenntun starfsfólks er í samræmi við gæðastaðla birgja. Askja er dótturfélag Inchcape á Íslandi sem er hluti af alþjóðlega fyrirtækinu Inchcape Plc sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á bifreiðum og er skráð í kauphöllina í London. Inchcape er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði, starfar á 38 mörkuðum með yfir 16.000 starfsmenn og vinnur með stærstu bílaframleiðendum heims.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka viðskiptavina og ráðgjöf til þeirra
- Móttaka bókana fyrir þjónustu og viðgerðir
- Tilboðs- og reikningagerð
- Svara fyrirspurnum og erindum sem berast
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af þjónustustörfum æskileg
- Samstarfs- og samskiptahæfni og rík þjónustulund
- Áhugi og þekking á bílum kostur
- Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum
- Fagleg framkoma, snyrtimennska og stundvísi
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
- Gild ökuréttindi
Af hverju Askja?
- Fjölskylduvænn vinnustaður
- Samkeppnishæf kjör
- Reglulegir viðburðir og frábær starfsandi
- Allir hafa rödd sem hlustað er á
- Hugað er að velferð og vellíðan starfsfólks
- Samgöngu- og líkamsræktarstyrkur og líkamsræktaraðstaða
Utworzono ofertę pracy20. October 2025
Termin nadsyłania podań1. November 2025
Znajomość języków
islandzkiWymagane
AngielskiWymagane
Lokalizacja
Krókháls 11, 113 Reykjavík
Rodzaj pracy
Kompetencje
InicjatywaPrawo jazdySumiennośćPunktualnośćNastawienie do klienta
Zawody
Tagi zawodowe
Więcej ofert pracy (2)
Podobne oferty pracy (12)

Þjónustufulltrúi Innri þjónustu
Bílaumboðið Askja

Ferlasérfræðingur á lager
Rými

Þjónustufulltrúi
Terra hf.

Fjölbreytt störf hjá Öryggismiðstöðinni
Öryggismiðstöðin

Starfskraftur á Byggðasafninu í Görðum Akranesi
Byggðasafnið í Görðum

Lagerstarfsmaður 🌟
Álfasaga ehf

Sala & Vöruþróun í Norðurlöndunum
Luxury Adventures

Verkefnisstjóri á Þjónustuborði Háskóla Íslands
Háskóli Íslands

Þjónusturáðgjafi í ELKO Lindum - Hlutastarf
ELKO

Umsjónarmaður Glerártorgs og fasteigna félagsins
Eik fasteignafélag hf.

Þjónustufulltrúi / Service Agent
Campeasy

Þjónustufulltrúi
Bayern líf