

Verkefnastjóri stafrænna kerfa
Við leitum að liðsfélaga til að styrkja teymi sérfræðinga í hönnun og rekstri stjórn- og varnarbúnaðar í tengivirkjum Landsnets. Um er að ræða nýtt hlutverk með megináherslu á verkefnastjórnun, samhæfingu og yfirsýn yfir innleiðingu stafrænnar tækni í stjórn- og varnarbúnað raforkuflutningskerfisins.
Þú yrðir hluti af teymi sem vinnur að því að tryggja öruggan, áreiðanlegan og framtíðarhæfan rekstur flutningskerfis raforku. Verkefnin spanna bæði rekstur og þróun – allt frá innleiðingu nýrrar tækni til umbóta á núverandi kerfum. Verkefnastjóri stafrænna kerfa styður þessa vegferð með skýru verkefnaflæði, markvissri samhæfingu og tekur þátt í verkefnum sem hafa raunveruleg áhrif á samfélagið og stuðlar að markvissri nýtingu stafrænna lausna í orkuflutningi.
- Halda utan um verkefnaskrá teymis og tryggja skýra forgangsröðun verkefna.
- Skipuleggja, samræma og fylgja eftir verkefnum tengdum þróun, innleiðingu og rekstri stjórn- og varnarbúnaðar.
- Tryggja yfirsýn yfir stöðu verkefna, framvindu, áhættu og afhendingar.
- Vinna náið með teymi og hagaðilum að skilvirkri framkvæmd verkefna.
- Styðja við umbótaverkefni, þróun verklags og samræmd vinnubrögð.
- Tryggja að verkefni séu unnin með tilliti til öryggis, gæða og rekstraröryggis.
- Menntun á sviði verkefnastjórnunar. Marktæk starfsreynsla getur vegið upp á móti formlegri menntun.
- Geta til að setja ramma um forgangsröðun, styðja við sameiginlega sýn og halda utan um verkefnaflæði í samstarfi við sérfræðinga.
- Þekking á Agile verkefnastjórnun er kostur.
- Reynsla af tæknilegu og/eða rekstrarlegu umhverfi er kostur.
- Góð tölvukunnátta og samskiptahæfni.
- Tækifæri til að taka þátt í samfélagslega mikilvægum verkefnum og móta framtíð raforkuflutnings á Íslandi.
- Gott vinnuumhverfi þar sem áhersla er lögð á fagmennsku, samstarf og stöðuga þróun.
- Góð aðstaða á vinnustaðnum, m.a. líkamsrækt og mötuneyti.
- Samstarf við fjölbreytt, þekkingarmikið og áhugasamt starfsfólk.
Angielski
islandzki










