
Reykjavík - Menningar- og íþróttasvið
Menningar- og íþróttasvið Reykjavíkurborgar leggur rækt við mannlífið í borginni á fjölbreyttan hátt með rekstri menningarstofnanna og íþróttamannvirkja, ásamt því að styðja við grasrótina í listalífinu, íþróttum og barnamenningu. Sviðið skipuleggur hátíðir í borginni og styður við fjölmarga viðburði og hátíðir sem lífga upp á lífið í borginni allt árið um kring.
Um sviðið
Menningar og íþróttasvið heldur utan um rekstur borgarsafnanna; Borgarbókasafns, Listasafns Reykjavíkur, Borgarsögusafns sem og rekstur sundlauga borgarinnar, íþróttamannvirkja, hjólabrettagarða og gervigrasvalla.
Skrifstofa sviðsins heldur utan um stefnumótun, þróun og faglega stjórnun þeirra fjölbreyttu þjónustu og verkefna sem unnin eru á sviðinu. Á sviðinu er víðtækt samstarf við hagsmunaaðila í lista-, íþrótta- og æskulýðsstarf. Sviðið styður við barnamenningu með fjölbreyttum hætti og styrkir þátttöku barna og unglinga í íþróttastarfi með Frístundakortinu.
Umsýsla vegna funda menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs er á ábyrgð sviðsins sem og ábyrgð á að ákvarðanir ráðsins komi til framkvæmda.

Verkefnastjóri markaðs- og kynningarmála Borgarsögusafns
Borgarsögusafn óskar eftir að ráða verkefnastjóra markaðs- og kynningarmála. Borgarsögusafn samanstendur af sýningarstöðunum Árbæjarsafni, Landnámssýningunni Aðalstræti, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Sjóminjasafninu í Reykjavík og Viðey.
Um er að ræða 100% starf þar sem vinnutími er 8:00 – 15:12 ásamt viðveru á öðrum tímum í takt við verkefni og viðburði safnanna.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með markaðs- og kynningarmálum Borgarsögusafns
- Umsjón með stafrænum miðlum
- Samskipti við innlenda og erlenda fjölmiðla
- Áætlanagerð og framkvæmd markaðs- og birtingaráætlunar
- Gerð og miðlun kynningarefnis á öllum miðlum
- Samskipti við hönnuði og þróun vörumerkis
- Þátttaka í samstarfi við ýmsa aðila sem geta styrkt starf safnsins
- Þátttaka í ýmsum verkefnum sem tengjast rekstri og þjónustu safnsins
- Innra markaðsstarf og stuðningur við önnur teymi í markaðs- og kynningarmálum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er kostur
- Reynsla af markaðs- og kynningarstörfum, þ.m.t. stafrænni markaðssetningu
- Reynsla af textaskrifum og miðlun upplýsinga
- Mjög góð færni í íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli
- Góð tölvukunnátta og tæknilæsi, þekking á innsetningu efnis á vefsíður og samfélagsmiðla
- Þekking á opinberum rekstri er kostur
- Góð greiningarfærni og hæfni til að lesa úr gögnum
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Skapandi hugsun, hugmyndaauðgi og sveigjanleiki
- Stundvísi, þolinmæði og sjálfstæð vinnubrögð
Fríðindi í starfi
- Styttri vinnuvika
- Sundkort
- Menningarkort
- Heilsustyrkur
- Samgöngustyrkur
Utworzono ofertę pracy15. December 2025
Termin nadsyłania podań15. January 2026
Znajomość języków
islandzkiWymagane
AngielskiWymagane
Lokalizacja
Aðalstræti 10, 101 Reykjavík
Rodzaj pracy
Kompetencje
AnalitykaInterakcje międzyludzkieAdministracja publicznaSamodzielność w pracyPunktualnośćElastycznośćCopywritingCierpliwość
Zawody
Tagi zawodowe
Podobne oferty pracy (12)

Ert þú rafvirki með áhuga á tækni og þróun?
Orkusalan

Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu
Sahara

Verkefnastjóri GMP vottunar og starfsemi á Landspítala
Landspítali

Data Centre Mechanical Manager - Iceland
Verne Global ehf

Data Centre Electrical Manager - Iceland
Verne Global ehf

Markaðsfulltrúi
Dýrheimar

Sérfræðingur í miðlun og kynningarmálum hjá Samkeppniseftirlitinu
Samkeppniseftirlitið

Stafrænn sölufulltrúi / vefstjóri (Digital Supply Specialist)
Würth á Íslandi ehf

Markaðsfulltrúi
Félagsstofnun stúdenta

Verkefnastjóri á markaðssamskiptasviði Íslandsstofu
Íslandsstofa

FORSTÖÐUMAÐUR
Kötlusetur

Verkefna- og hönnunarstjórn
Íslenskar fasteignir ehf.