

Verkefnastjóri framkvæmda
Við óskum eftir að ráða verkefnastjóra til að stýra verkefnum innan framkvæmdadeildar Isavia á Keflavíkurflugvelli. Verkefnastjóri ber ábyrgð á fjárfestingaverkefnum frá hönnun og í gegnum framkvæmdir á verkstað. Auk þess ber viðkomandi ábyrgð á að hönnun sé í samræmi við kröfur hverju sinni. Starfið felur í sér mikil samskipti við hönnuði, ráðgjafa, verktaka og aðra aðila sem koma að verkefnum og krefst þess að unnið sé samkvæmt ferlum Isavia um fjárfestingarverkefni og því er gott skipulag lykilatriði. Verkefni framkvæmdardeildar eru margvísleg og eiga það öll sameiginlegt að vera gríðarlega stór og spennandi. Verkefnin henta bæði þeim sem hafa reynslu í faginu og hafa nýlokið háskólaprófi.
Helstu verkefni:
-
Umsjón og ábyrgð á framkvæmdaverkefnum frá hönnun til reksturs
-
Miðla og stýra upplýsingum milli hagaðila sem koma að verkefninu
-
Útboð og öflun tilboða í samvinnu við Innkaupadeild Isavia
-
Umsjón og ábyrgð á fjárfestingarverkefnum frá hönnun til framkvæmdar og afhendingar til reksturs
-
Samræming á störfum hönnuða, verktaka og utanumhald á gögnum sem snúa að daglegum rekstri verkefna
-
Samræma framkvæmdir verktaka
-
Verkefnismat við verklok framkvæmdar
-
Þátttaka í verkefnum sem unnin eru þvert á svið Isavia
-
Utanumhald og uppfærsla á mánaðarskýrslum fjárfestingaverkefna
Hæfniskröfur:
-
Háskólamenntun í verk- tækni, byggingafræði eða sambærilegu er skilyrði
-
Reynsla af verkefnastjórn í mannvirkjagerð er kostur
-
Reynsla og haldbær kunnátta við áætlunargerð er kostur
-
Reynsla og þekking á BIM verkferlum er kostur
-
Framsýni og sjálfstæð vinnubrögð
-
Góð samskiptahæfni
-
Góð íslensku og enskukunnátta í ræðu og riti
Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli og Hafnarfirði
Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Jóhannes B. Bjarnason, deildarstjóri framkvæmdadeildar, í gegnum netfang [email protected] eða í síma 8629767.
Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.
Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.













