

Verkefnastjóri á orku- og innviðasviði
Við leitum að reyndum verkefnastjóra til að stýra uppsetningum og innleiðingu á flóknum tæknilausnum til gagnavera og innviðafyrirtækja á Íslandi
Við á orku- og innviðasviði Origo leitum að öflugum og metnaðarfullum tæknilegum verkefnastjóra til að stýra uppsetningum og innleiðingu á flóknum tæknilausnum til gagnavera og innviðafyrirtækja á Íslandi. Starfið felur í sér að leiða verkefni tengd gæðamálum, ferlum og samskiptum við viðskiptavini, birgja og tæknifólk.
Hlutverkið krefst góðrar tækniþekkingar á innviðalausnum og gagnaverum, auk hæfni til að leiða verkefni og tryggja að rekstur og þjónusta uppfylli ströngustu gæðakröfur.
Við leitum að einstaklingi sem
- Er lausnamiðaður og á auðvelt með að aðlaga sig að breytingum.
- Hefur brennandi áhuga á tækni og þróun innviðalausna.
- Nýtur sín bæði sem hluti af teymi og í sjálfstæðum verkefnum.
- Er tilbúinn að axla ábyrgð og tryggja hámarksöryggi og gæði í rekstri.
-
Þróun og innleiðing ferla til að hámarka skilvirkni og öryggi í rekstri.
-
Byggja upp samskipti við viðskiptavini, lausn vandamála og framþróun þjónustu.
-
Þátttaka í stefnumótun um þróun gagnaveralausna og nýsköpun innan innviða.
-
Eftirfylgni með árangri, frammistöðu og gæðaviðmiðum.
-
Samskipti og samvinna við tækniteymi, samstarfsaðila og birgja.
-
Háskólamenntun í verkfræði, tölvunarfræði eða skyldum greinum (eða sambærileg reynsla).
-
Reynsla af vinnu í gagnaverum eða með innviðalausnir (t.d. net, netþjónar, kæling, aflgjafar).
-
Góð þekking á gæðastjórnun, ferlaumbótum og verkefnastjórnun.
-
Hæfni í mannlegum samskiptum og reynsla af beinni þjónustu við viðskiptavini.
-
Leiðtogahæfni, frumkvæði og skipulagshæfileikar.
-
Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í ræðu og riti.
- Krefjandi og spennandi verkefni í ört vaxandi tækniumhverfi
-
Tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif á þróun sviðsins og stefnu
-
Gagnkvæmt traust og sveigjanleika í starfi
-
Heilbrigður vinnustaður með gott mötuneyti og líkamsrækt
-
Fyrsta flokks tækni, frábært starfsumhverfi og öflugt félagslíf
-
Hvatning til að þróast í starfi og bæta við þig þekkingu
-
Öfluga velferðar- og heilsustefnu
-
Styrkir, s.s. íþróttastyrk, samgöngustyrk o.fl.











