
Sérfræðingur á skrifstofu heilbrigðisþjónustu
Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á skrifstofu heilbrigðisþjónustu frá 1. október. nk. en æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfið er auglýst tímabundið til eins árs með möguleika á fastráðningu í framhaldinu. Verksvið skrifstofu heilbrigðisþjónustu er öll veiting heilbrigðisþjónustu, þ.e. yfirsýn og trygging samfellu með veitingu heilbrigðisþjónustu og samhæfingu heilsueflingar yfir öll þjónustustig. Auk þess að halda utan um forvarnir, fræðslu og hvers kyns meðferðir til að viðhalda eða bæta heilsu sem og að tryggja gerð viðbragðsáætlana í heilbrigðisþjónustu. Í framangreindu felst m.a. stefnumótun, áætlanagerð, innleiðing og eftirfylgni áætlana, skipulag, sérhæfing og verkaskipting. Skipulag skrifstofunnar byggir á þjónustuflokkum og snýr auglýst starf fyrst og fremst að sérgreinaþjónustu á öðru stigi heilbrigðisþjónustu, innan sem utan stofnana, sem og sérhæfðari þjónustu á sjúkrahúsum.
- Framlag til mótunar stefnu og gerðar áætlana á sviði heilbrigðisþjónustu.
- Eftirfylgd og eftirlit með framkvæmd aðgerðaáætlana innan heilbrigðiskerfisins.
- Framlag til faglegrar sýnar við þróun stefnu og innleiðingu samninga um heilbrigðisþjónustu.
- Samvinna og samskipti við stofnanir á vegum heilbrigðisráðuneytisins sem og aðra þjónustuveitendur.
- Meðferð og afgreiðsla stjórnsýsluerinda.
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Þekking á sviði opinberrar stjórnsýslu og stefnumótunar er æskileg.
- Klínísk þekking og reynsla í heilbrigðisþjónustu.
- Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum.
- Góð tölvukunnátta.
- Metnaður og vilji til að ná árangri.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum ásamt hæfni í verkefnastjórnun.
- Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
- Góð kunnátta í ensku er nauðsynleg og kunnátta í a.m.k. einu Norðurlandamáli er æskileg.













