
Héðinshurðir ehf
Héðinshurðir ehf er dótturfyrirtæki Héðins hf og hefur verið með iðnaðar- og bílskúrshurðir á boðstólnum í áraraðir og áunnið sér traust viðskiptavina fyrir vandaðar hurðir sem standast sveiflukennt íslenskt veðurfar með glæsibrag.
Starfsmenns Héðinshurða veita framúrskarandi þjónustu og sjá m.a. um sölu, uppsetningar, viðhald og viðgerðir á iðnaðar- og bílskúrshurðum.

Uppsetninga - og þjónustusérfræðingur hurða
Héðinshurðir ehf leitar að öflugum starfsmanni til framtíðarstarfa
Vegna aukinna verkefna leitum við að ábyrgum og þjónustulunduðum einstaklingi til starfa við uppsetningu og viðhald á bílskúrs- og iðnaðarhurðum. Um er að ræða fjölbreytt starf sem fer að mestu fram á verkstað hjá viðskiptavinum. Þjálfun er veitt af reynslumiklu teymi og góður stuðningur í boði við innleiðingu í starfið.
Hjá Héðinshurðum leggjum við áherslu á traust, fagmennsku og jákvæð samskipti. Við leitum að einstaklingi með góða verklega færni og áhuga á að læra og þróast í starfi.
Við bjóðum upp á sveigjanleika í skipulagi vinnudagsins eftir atvikum, en stundum getur verið nauðsynlegt að ljúka verkefnum umfram hefðbundinn vinnutíma þegar aðstæður krefjast þess.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Uppsetningar á bílskúrs- og iðnaðarhurðum
- Viðgerðir og viðhald á hurðum og tengdum búnaði
- Þjónusta og samskipti við viðskiptavini á verkstað
- Ýmis verk í tengslum við hurðaruppsetningar og þróun þjónustu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Iðnaðarmenntun eða sambærileg reynsla er kostur en ekki skilyrði
- Bílpróf (B)
- Sjálfstæð og lausnamiðuð vinnubrögð
- Jákvætt viðmót og góð þjónustulund
- Góð kunnátta í íslensku og/eða ensku
Fríðindi í starfi
- Samkeppnishæf laun
- Gott jafnvægi milli vinnu og einkalífs
- Þjálfun og stuðningur frá sérfræðingum
- Matarstyrkur
- Vinnufatnaður og vinnusími
- Frábær starfsandi og sterk liðsheild
Utworzono ofertę pracy9. July 2025
Termin nadsyłania podań27. July 2025
Znajomość języków
Brak wymagań językowych
Lokalizacja
Íshella 10, 221 Hafnarfjörður
Rodzaj pracy
Kompetencje
ZręcznośćAmbicjaPrawo jazdySamodzielność w pracyBudownictwoNastawienie do klienta
Zawody
Oznaczenia
Podobne oferty pracy (12)

Sölumaður í véladeild
Fálkinn Ísmar / Iðnvélar

Selfoss: Meiraprófsbílstjóri óskast / C driver
Íslenska gámafélagið

Gildingasérfræðingur (e. Validation Technician)
Kerecis

Borgarnes: Meiraprófsbílstjóri óskast ( C driver )
Íslenska gámafélagið

Tæknimaður framleiðslukerfa BIOEFFECT
BIOEFFECT ehf.

Multivac Tæknimaður
Multivac ehf

Söluráðgjafi sérlausna – innihurðir og innréttingar
Byko

Slökkviliðs- og/eða sjúkraflutningamaður - framtíðarstarf
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Almennur starfsmaður óskast í Fiskimjölsverksmiðju Brims á Vopnafirði
Brim hf.

Gólflagningar - Höfuðborgarsvæði
Gólflagningar

Gólflagningar - Akureyri
Gólflagningar

Vélamaður / gröfumaður
Garðaþjónusta Sigurjóns ehf