
Rjúpnahæð
Leikskólinn Rjúpnahæð er sex deilda leikskóli staðsettur við Rjúpnasali í Kópavogi. Leikskólinn vinnur eftir aðalnámskrá leikskóla og samkvæmt leikskólastefnu Kamii og DeVries, sem byggist á hugsmíðahyggju. Hugsmíðahyggja er sú hugmynd að tækið sem barnið notar til náms er leikurinn, hann er kjarninn í uppeldi og menntun þess. Litið er á barnið sem virkan aðila að eigin uppbyggingu félagslegrar færni, siðgæðis- og vitsmunaþroska.
Meginmarkmið leikskólans er að stuðla að sjálfræði barnanna með lýðræði að leiðarljósi. Unnið er út frá forsendum barnanna miðað við þroska og getu sem lýsir sér í því að umhverfi barnanna sé skipulagt þannig að það stuðli að því að barnið geti með góðu móti nálgast þann efnivið sem það þarfnast og umhverfið sé hvetjandi, rannsakandi, áhugavert og að það veki hjá þeim hvöt til að rannsaka, kanna og skoða.
Í uppeldisstefnunni varðandi sjálfræði eru fræði Devires og Kamii höfð til hliðsjónar einnig er stuðst við Barnasáttmálann. Í leikskólanum er lögð mikil áhersla þátttöku barnanna í skólasamfélaginu með því að fá þeirra sjónarmið á málefnum sem skipta þau máli. Allar þessar áherslur tengjast með skýrum hætti Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og áherslu á sjálfbærni menntun.

Þroskaþjálfi í leikskólanum Rjúpnahæð
Við erum sex deilda leikskóli í Salahverfinu, við erum í stöðugri þróun og leggjum áherslu á krefjandi og skemmtilegt starf með börnunum.
Hugmyndafræði leikskólans byggir á hugsmíðahyggju og meginmarkmið okkar er sjálfræði með lýðræði að leiðarljósi. Við vinnum með hugtök sem snúa meðal annars að lýðræði, gleði, virðingu, sjálfsbjargarviðleitni, sjálfstæði o.fl.
Hlutverk starfsmanns er meðal annars að vera stuðningur fyrir barn/börn í leikskólanum. Í Rjúpnahæð starfar faglegur og framúrskarandi starfsmannahópur sem vinnur saman að gera góðan leikskóla enn betri.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vera stuðningur fyrir barn/börn
- Halda utan um einstaklingsnámskrár og fylgja þeim eftir
- Vera í góðum samskiptum við sérkennslustjóra og aðra starfsmenn
- Vera í samskiptum við foreldra/forsjáraðila viðkomandi barna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf til að nota starfsheitið þroskaþjálfi
- Æskilegt er að viðkomandi hafi framhaldsnám í sérkennslufræðum eða öðru því sem nýtist í starfi
- Góð íslenskukunnátta - skilyrði
- Ábyrgð, áreiðanleiki og jákvæðni
- Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæð vinnubrögð
- Lágmark tungumálakunnátta er C1
Ef ekki næst að ráða þroskaþjálfa verða aðrar umsóknir metnar
Fríðindi í starfi
- Frítt í sund
- 36 stunda vinnuvika miðað við 100% starf
Utworzono ofertę pracy3. September 2025
Termin nadsyłania podań17. September 2025
Znajomość języków

Wymagane
Lokalizacja
Rjúpnasalir 3, 201 Kópavogur
Rodzaj pracy
Kompetencje
RzetelnośćZdolność do adaptacjiProfesjonalnośćInicjatywaUczciwośćBez kryminalnej przeszłościPozytywne nastawienieUczenieInterakcje międzyludzkieAmbicjaPsychologSumiennośćSamodzielność w pracyPunktualnośćElastycznośćPraca zespołowaOpieka (dzieci/seniorzy/niepełnosprawni)CierpliwośćTerapeuta rozwojowy
Zawody
Tagi zawodowe
Podobne oferty pracy (12)

Starf þroskaþjálfa með sérþekkingu á þjónustu við fatlað fólk.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu

Leikskólakennari / leiðbeinandi
Leikskólinn Hagaborg

Náms- og starfsráðgjafi Hólabrekkuskóla
Hólabrekkuskóli

Stuðningsstarfsmenn óskast í hlutastörf
Frístundamiðstöðin Miðberg

Frístundaleiðbeinandi með umsjón (stuðningur) - Frístundaheimilið Úlfabyggð í Dalskóla
Dalskóli

Frístundaleiðbeinandi með umsjón (stuðningur) - Frístundaheimilið Úlfabyggð í Dalskóla
Dalskóli

Teymisstjóri í íbúðakjarna fyrir fatlað fólk
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Leikskólasérkennari/þroskaþjálfi
Leikskólinn Reykjakot

Sérkennari/þroskaþjálfi - Hraunvallaleikskóli
Hafnarfjarðarbær

Háskólamenntaður starfsmaður óskast í sérskóla í ágúst
Arnarskóli

Starfsfólk í sérkennslu
Ævintýraborg ið Eggertsgötu

Leikskólakennari óskast í Krikaskóla
Krikaskóli