
Landfari ehf.
Landfari ehf. er með umboð fyrir Mercedes-Benz vöru- og hópferðabíla á Íslandi sem hafa í gegnum árin verið meðal mest seldu atvinnutækja landsins. Fyrirtækið er dótturfélag Vekru sem á meðal annars Bílaumboðið Öskju, Dekkjahöllina og fleiri félög.
Mercedes-Benz vöru- og hópferðabílar eru þekktir fyrir gæði og áreiðanleika og eru mörg af öflugustu fyrirtækjum landsins notendur þeirra, hvort sem er í vörudreifingu, jarðvinnu, ferðaþjónustu eða þjónustuviðhaldi. Landfari tók nýverið við þjónustuumboði fyrir Hammar gámalyftur og sölu- og þjónustuumboði fyrir Wabco vörur, VAK vagna og Faymonville vagna.
Höfuðstöðvar Landfara eru til húsa í Desjamýri 10 í Mosfellsbæ en auk þess hefur Landfari starfsstöðvar í Klettagörðum 4 en í sumar mun það verkstæði flytja í stærra og betra húsnæði í Klettagörðum 5. Einnig í sumar mun opna ný starfsstöð hjá Landfara á Álfhellu 15 í Hafnarfirði.

Starfsmaður á verkstæði
Landfari óskar eftir áhugasömum og duglegum einstaklingum til að ganga til liðs við okkur á nýju verkstæði okkar að Álfhellu 15, Hafnarfirði, sem opnar á vordögum 2025.
Ef þú hefur reynslu af þjónustu- og viðhaldsviðgerðum á stærri ökutækjum og vilt starfa á verkstæði sem er búið fyrsta flokks tækjabúnaði, lyftum í gólfi fyrir vörubíla og vagna, auk sérútbúinnar smurgryfju – þá er þetta rétta tækifærið fyrir þig!
Við leggjum áherslu á framúrskarandi aðstöðu fyrir bæði starfsfólk og viðskiptavini og bjóðum upp á nútímalegt og vel búið vinnuumhverfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Allar almennar þjónustu- og viðhaldsviðgerðir
- Smurþjónusta
- Skráning í viðhaldskerfi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla í þjónustu- og viðhaldsviðgerðum ökutækja
- Skipulögð og fagleg vinnubrögð
- Vilji til efla þekkingu og færni
- Góð þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum
- Góð kunnátta í íslensku og/eða ensku
- Bílpróf, meirapróf er kostur
Fríðindi í starfi
- Niðurgreiddur hádegismatur
Utworzono ofertę pracy7. April 2025
Termin nadsyłania podańŻaden
Znajomość języków
Brak wymagań językowych
Lokalizacja
Álfhella 15, 221 Hafnarfjörður
Rodzaj pracy
Środowisko pracy
Zawody
Oznaczenia
Więcej ofert pracy (5)
Podobne oferty pracy (12)

Öflugir málmiðnaðarmenn óskast á Grundartanga
Héðinn

Kranabílstjóri á nýjan kranabíl
Ísbor ehf

Framtíðarstarf á lager (verkstæði) og við útkeyrslu.
NormX

Steypubílstjóri
Steypustöðin

Vörubílstjóri hjá Íslyft í Kópavogi
Íslyft / Steinbock þjónustan ehf

Verkstjóri á verkstæði Íslyft í Kópavogi
Íslyft / Steinbock þjónustan ehf

Leitum að öflugum liðsfélaga í búð okkar á Akureyri
Stilling

Bifvélavirki á vörubílaverkstæði
Klettur - sala og þjónusta ehf

Car Mechanic
Ice car Iceland ehf.

Bifvélavirki Kia og Honda verkstæði
Bílaumboðið Askja

Experienced Car mechanic
No 22 ehf.

Starfsmenn í malbiksútlagningu
Malbikunarstöðin Höfði hf