

Spennandi starf stuðningsráðgjafa í búsetuþjónustu
Velferferðarsvið auglýsir eftir metnaðarfullum stuðningsráðgjafa í 100% starf í vaktavinnu á búsetukjarna fyrir geðfatlaða í Grafarholti. Markmið þjónustunnar er að veita íbúum aðstoð til sjálfstæðs og innihaldsríks lífs, innan sem utan heimilis. Unnið er eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og þjónandi leiðsögn.
Í starfi stuðningsráðgjafans er lögð áhersla á einstaklingsmiðaða þjónustu í anda hugmyndafræðinnar um sjálfstætt líf og aðferðir þjónandi leiðsagnar. Markmiðið er að gera íbúum kleift að búa á eigin heimili, stunda vinnu og félagslíf, og lifa í samfélaginu án aðgreiningar. Þjónustan miðar að því að auka lífsgæði og sjálfstæði íbúa með því að efla færni þeirra, stuðla að jákvæðum samskiptum og jákvæðri sjálfsmynd.
Um er að ræða vaktavinnu(dag- kvöldvaktir og önnur hver helgi).
Kostur ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.
- Sinna faglegu starfi í samstarfi og samráði við íbúa, forstöðumann og deildarstjóra.
- Veita samstarfsstarfsmönnum leiðsögn og tilsögn um framkvæmd þjónustu.
- Sinna einstaklingsmiðaðri þjónustu og aðstoða íbúa við allar daglegar athafnir.
- Þátttaka í gerð og eftirfylgd einstaklingsáætlana.
- Tekur virkan þátt í þróunar- og uppbyggingarvinnu.
- Samvinna við starfsfólk, aðstandendur og aðra þjónustuaðila íbúa.
- Stuðla að virkni, velferð og vellíðan þjónustunotenda.
- Tryggir að framkvæmd þjónustunnar sé í samræmi við lög, reglur, stefnur og markmið velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
- Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmann
- Háskólamenntun á sviði félags- heilbrigðis- og/eða menntavísinda
- Þekking og reynsla af starfi með geðfötluðum einstaklingum og/eða öldruðum æskileg.
- Reynsla af stjórnun kostur.
- Reynsla og þekking af teymisvinnu æskileg.
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Góð tölvukunnátta
- Íslenskukunnátta B2 eða hærra (í samræmi við samevrópskan tungumálaramma)
- Hreint sakavottorð samkvæmt reglum Reykjavíkurborgar.
Ýmis hlunnindi fylgja því að starfa hjá Reykjavíkurborg en þau má sjá hér.






















