Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Félagsráðgjafi í alþjóðamálum á Austurmiðstöð

Við leitum að metnaðarfullum og öflugum einstaklingi í starf félagsráðgjafa á Austurmiðstöð. Í starfinu felst að taka á móti einstaklingum og fjölskyldum sem hafa fengið stöðu flóttafólks, veita þeim víðtækan og valdeflandi stuðning ásamt einstaklingsmiðaðri þjónustu.

Unnið er samkvæmt stefnu borgarinnar Reykjavík fyrir okkur öllog Betri borg fyrir börn og í nánu (ef það á við) samstarfi við menntastofnanir, Vinnumálastofnun og aðra aðila sem koma að því að skapa forsendur virkrar þátttöku flóttafólks í samfélaginu.

Starf félagsráðgjafa er bæði fjölbreytt og krefjandi, þar sem reynir á margvíslega eiginleika svo sem menningarnæmni og áfallamiðaða nálgun, lausnamiðaða hugsun og jákvæðni.

Austurmiðstöð er framsækinn vinnustaður sem býður upp á spennandi tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu á þjónustu í hverfi borgarinnar og þverfaglegu samstarfi í hverfi og milli hverfa. Í boði er vinna með metnaðarfullum hópi annarra fagmanna.

Í samræmi við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og velferðarstefnu er lögð áhersla á að starfsstaðir velferðarsviðs endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Við hvetjum því fólk af öllum kynjum, fatlað fólk og fólk með fjölbreyttan menningarlegan bakgrunn til að sækja um starfið.

Um er að ræða tímabundna ráðningu til 12 mánaða og er kostur ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ráðgjöf og upplýsingagjöf um þjónustu í þágu farsældar flóttafólks, bæði barna og fullorðinna, réttindi og skyldur.
  • Gerð einstaklingsbundinna stuðningsáætlana.
  • Einstaklingsmiðaður stuðningur, eftirfylgni og mat á árangri.
  • Þátttaka í þróun þjónustu við flóttafólk almennt, börn og fjölskyldur þeirra.
  • Þverfaglegt samstarf og samvinna við alþjóðateymi velferðarsviðs, milli miðstöðva og við önnur svið borgarinnar sem og aðrar lykilstofnanir og hagsmunasamtök sem vinna saman að þjónustu og úrlausnum í málefnum flóttafólks.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsréttindi í félagsráðgjöf.
  • Þekking og reynsla af þjónustu við börn, fullorðna og fjölskyldur, sér í lagi flóttafólks eða fólks af erlendum uppruna.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, þekking á áfallamiðaðri nálgun er kostur.
  • Metnaður, frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi.
  • Íslenskukunnátta C1-C2 (samkvæmt samevrópskum tungumálaramma).
  • Góð enskukunnátta og/eða önnur tungumál er kostur.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi
  • Sundkort hjá Reykjavíkurborg
  • Menningarkort hjá Reykjavíkurborg
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Stuðnings og ráðgjafarteymi
Utworzono ofertę pracy16. April 2025
Termin nadsyłania podań30. April 2025
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Doskonale
AngielskiAngielski
Wymagane
Kompetencje na wysokim poziomie
Lokalizacja
Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík
Rodzaj pracy
Zawody
Oznaczenia