

Sölustarf í persónu
Um er að ræða sölustarf í persónu.
Vilt þú:
- Vinna á skemmtilegum vinnustað?
- Vera með sveigjanlegan vinnutíma?
- Vinna með gervigreind?
- Hjálpa fyrirtækjum að stíga skref inn í framtíðina?
Ef svo er, þá viljum við endilega fá þig í teymið okkar!
Starfsumhverfi
Hjá Halló leggjum við áherslu á góðan starfsanda, sveigjanleika og virðingu. Við trúum því að öflug samskipti, innanhúss og við viðskiptavini, séu lykillinn að góðri þjónustu. Þjálfun og stuðningur eru í fyrirrúmi, og við stöndum saman að verkefnum.
Starfsemi
Halló sérhæfir sig í þjónustusvörun, spjallmennum, símsvörun, netspjalli og fjölbreyttri þjónustu í samskiptum fyrir fyrirtæki og stofnanir um allt land.
Hlutverkið
Við leitum að kraftmikilli manneskju í sölustarf, með áherslu á að kynna og selja snjallmennið okkar LINDU ásamt fleiri vörum. Starfið felur í sér samtöl við fyrirtæki sem vilja bæta þjónustu sína og nýta sér tækni til að ná árangri. Þetta er spennandi tækifæri til að móta hlutverk, hafa áhrif og taka þátt í hraðri þróun. Góð laun í boði með sölubónus.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sala og kynning á þjónustu Halló, sérstaklega snjallmenninu LINDU
- Samskipti við núverandi og nýja viðskiptavini
- Samvinna við markaðs- og tækniteymi
Ef þú hefur áhuga á að vera hluti af framsæknu og góðu teymi, sendu okkur umsókn.
Við hlökkum til að heyra frá þér!
islandzki










