
MAX1 | VÉLALAND
MAX1 I VÉLALAND veitir dekkja- og verkstæðisþjónustu fyrir flest allar tegundir bíla og býður upp á margvíslegar rafrænar lausnir við pantanir á þjónustu. MAX1 dregur nafn sitt af því markmiði okkar að klára hvern verkþátt á innan við klukkustund eftir að við hefjumst handa.
Áhersla er ávallt lögð á að þjónusta viðskiptavini okkar á framúrskarandi hátt á öllum sviðum og eru öll verkstæði MAX1 I VÉLALAND aðilar að Bílgreinasambandinu.
Samstarfsaðilar okkar eru fjölmargir, dekkin koma frá finnska dekkjaframleiðandanum Nokian, smurolíurnar frá Olís, rafgeymarnir frá Exide, þurrkublöðin frá Trico og varahlutir koma ýmist beint að utan, frá bílaumboðum eða ýmsum birgjum innanlands.
Hjá MAX1 I VÉLALAND starfa vel þjálfaðir og reynslumiklir starfsmenn á starfsstöðvum sem geta veitt bílaþjónustu um allt höfuðborgarsvæðið.

Sölu- og þjónustufulltrúi í verkstæðismóttöku
Max1/Vélaland leitar að starfskrafti í líflegt og skemmtilegt starf sölu- og þjónustufulltrúa í verkstæðismóttöku Ford, Volvo, Polestar,Mazda, Peugeot, Citroën og Opel að Dalshrauni 5 í Hafnarfirði.
Verkstæðið Max1/Vélaland býður uppá þjónustuþætti eins og dekk, umfelgun, rafgeyma, smurningu, bremsur, dempara, bílaperur, rúðuþurrkur, rúðuvökva og önnur smærri viðvik og ef þörf er á umfangsmeiri bílaviðgerð er Vélaland bílaverkstæði staðsett í sama húsi og sér Vélaland um allar bílaviðgerðir fyrir vörumerkin Ford, Volvo, Polestar, Mazda, Citroën, Peugeot og Opel.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Tímabókanir á verkstæði
- Sala vöru- og þjónustu
- Verðáætlanir og tilboð
- Samskipti við viðskiptavini
- Eftirfylgni þjónustubeiðna
- Eftirfylgni útistandandi sölupantana
- Útlán þjónustuleigubíla og dagleg umsýsla þeirra
- Útskrift reikninga
- Svara fyrirspurnum og erindum sem berast
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf eða iðnmenntun sem nýtist í starfi kostur
- Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfileikar
- Frumkvæði í starfi og sjálfstæð vinnubrögð
- Snyrtimennska og stundvísi
- Heiðarleg, áreiðanleg og vönduð vinnubrögð
- Færni í notkun upplýsingatæknikerfa Windows, reynsla í CRM/Navision/Dynamics er kostur
- Gilt bílpróf
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Fríðindi í starfi
Fjölbreytt fríðindi samkvæmt mannauðsstefnu Brimborgar
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Afsláttur af vöru og þjónustu fyrirtækisins
- Árlegur íþrótta- og heilsustyrkur
Utworzono ofertę pracy12. August 2025
Termin nadsyłania podań25. August 2025
Znajomość języków

Wymagane

Wymagane
Lokalizacja
Dalshraun 5, 220 Hafnarfjörður
Rodzaj pracy
Kompetencje
Dynamics NAVInicjatywaMicrosoft CRMNavisionPrawo jazdySumiennośćSprzedażPunktualnośćWindowsNastawienie do klienta
Środowisko pracy
Zawody
Tagi zawodowe
Więcej ofert pracy (1)
Podobne oferty pracy (12)

Grundarfjörður - verslunarstjóri
Vínbúðin

Sölumaður/kona
Everest

Stafsaulýsing _ Sölumaður í blómabúð
Blómagallerí ehf.

Liðsauki í vöruhús
Ískraft

Vöruafhending
Íspan Glerborg ehf.

Sölumaður í gjafavörudeild
Epal hf.

Starfsmaður í Gæludýr.is FITJUM Reykjanesbæ - Fullt starf og hlutastarf í nýrri verslun
Waterfront ehf

Starfsmaður á afgreiðslukassa - BYKO Breidd
Byko

Hlutastarf í verslun - BYKO Breidd
Byko

Desk agent - Full time
Rent.is

Sölustarf (Fullt Starf)
Remember Reykjavik

Sölu- og þjónustufulltrúi á skrifstofu
Casalísa