
Slippurinn Akureyri ehf.
Slippurinn Akureyri ehf. veitir alhliða þjónustu við sjávarútveginn og teljast helstu útgerðir á Íslandi til viðskiptavina fyrirtækisins, einnig hefur Slippnum orðið ágengt á erlendum markaði upp á síðakastið. Aðrir viðskiptavinir eru stóriðjur, virkjanir og ýmsar verksmiðjur. Slippurinn Akureyri ehf. er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði hér á landi. Það rekur upptökumannvirki og viðgerðarstöð fyrir skip og annast hvers konar málmsmíði, vélsmíði, vélaviðgerðir, rennismíði og skipasmíðar. Fyrirtækið rekur ennfremur trésmíðaverkstæði, sand/vatnsblástur, málun og verslun með eigin framleiðslu og aðrar vörur til skipa. Skipaþjónusta Slippsins Akureyri annast þjónustu við sjávarútvegsfyrirtæki og býður heildarlausnir í hönnun, endurnýjun og viðhaldi á skipum og búnaði þeirra. Þá færast svonefnd landverkefni stöðugt í aukana hjá fyrirtækinu. Starfsmenn Slippsins Akureyri eru um 160 talsins. Í þeim hópi eru m.a. rennismiðir, stálsmiðir, trésmiðir, tækjamenn, verkamenn og vélvirkjar. Helstu þættir í skipaþjónustu Slippsins Akureyri eru slipptökur, þvottur og málun, vélaupptökur, skrúfuviðgerðir, stálviðgerðir og ryðfrí smíði auk innréttingasmíði og hvers konar viðhalds á tréskipum. Ef sérfræðingarnir finnast ekki innan okkar vébanda köllum við til einhver af okkur frábæru samstarfsfyrirtækjum, því við leggjum mikið upp úr slagorðinu gamla og góða, sem einhver smíðaði um árið: ”Allt á einum stað!” Viðskiptavinurinn á ekki að þurfa að leita lengra en til okkar því við bjóðum heildarlausn á þeim verkefnum sem við blasa hverju sinni.

Smiðir í ryðfríu stáli – spennandi tækifæri
Vegna aukinna umsvifa leitum við hjá Slippnum Akureyri að reynslumiklum málmiðnaðarmönnum í ryðfríu stáli á starfsstöð okkar í Hafnarfirði. Við bjóðum einstakt tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum, krefjandi og spennandi verkefnum, bæði innanlands og erlendis.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Smíði og samsetning á vinnslubúnaði fyrir matvælavinnslu
- Framleiðsla á fjölbreyttum framleiðsluvörum
- Uppsetning vinnslulína og búnaðar innanlands og erlendis
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af smíði úr ryðfríu stáli
- Fagmennska og öguð vinnubrögð
- Stundvísi, áreiðanleiki og sterk öryggisvitund
- Frumkvæði, sjálfstæði og útsjónarsemi í starfi
- Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna í teymi
Fríðindi í starfi
- Góðan aðbúnað og starfsumhverfi hjá framsæknu fyrirtæki
- Samkeppnishæf laun og starfsþjálfun í faglegu umhverfi
- Símenntun og möguleika til starfsþróunar
- Kraftmikinn og samhentan hóp samstarfsfólks
Utworzono ofertę pracy12. August 2025
Termin nadsyłania podań31. August 2025
Znajomość języków

Wymagane

Wymagane
Lokalizacja
Eyrartröð 14, 220 Hafnarfjörður
Rodzaj pracy
Kompetencje
InicjatywaInterakcje międzyludzkieAmbicjaSamodzielność w pracyBudownictwo stalowePunktualnośćMechanika
Zawody
Tagi zawodowe
Podobne oferty pracy (12)

Viðhaldsmaður tækja & búnaðar
ÞG Verk

Snillingar á Vélaverkstæði og smurstöð
Vélaverkstæði Þóris ehf.

Verkstæðisformaður Vélaverkstæðis
Vélaverkstæði Þóris ehf.

Vélvirkjar/Stálsmiðir-Akureyri
HD Iðn- og tækniþjónusta

Spennandi starf í sölu á dælu- og vélbúnaði
HD Iðn- og tækniþjónusta

Stálsmiðir, vélvirkjar - Vélsmiðja
VHE

Viðgerðarmenn og vélstjórar á þjónustuverkstæði
VHE

Bifvélavirki fyrir Max1/Vélaland
MAX1 | VÉLALAND

Almennur starfsmaður óskast í fiskimjölsverksmiðju Brims á Akranesi
Brim hf.

Starfsfólk á vaktir í laxeldi
First Water

Stálsmiður/vélvirki/ málmsuða
Suðulist

Umsjónarmaður verkstæðis
Háskólinn í Reykjavík