Hrafnista
Hrafnista
Hrafnista

Sjúkraliðar með viðbótardiplóma - Hrafnista Boðaþing

Hrafnista Boðaþingi óskar eftir metnaðarfullum og skipulögðum sjúkraliða með viðbótardiplóma. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf sem krefst sjálfstæðra vinnubragða. Markmið starfsins er að veita íbúum hjúkrun í samræmi við sýn og stefnu Hrafnistu.
Framundan eru spennandi tímar í Boðaþingi en fljótlega opnar ný og glæsileg deild og fer þá heimilið úr 44 íbúa heimili á einni deild í tvær deildir með samtals 108 íbúa.
Sjúkraliðar með viðbótardiplóma standa vaktir með hjúkrunarfræðingum þar sem hæfni þeirra og færni er nýtt til fulls miðað við reglugerð.Starfshlutfall er samkomulagsatriði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vaktstjórn
  • Sinnir verkefnum m.v. núverandi reglugerð sjúkraliða með viðbótardiplóma
  • Hefur umsjón með ákveðnum verkefnum
  • Leiðbeinir og styður við almennt starfsfólk sem sinnir umönnun íbúa, sjúkraliðum og félagsliðum
  • Aðstoða við endurhæfingu íbúa
  • Teymisvinna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsleyfi sjúkraliða og viðbótardiplóma
  • Góðir samskiptahæfileikar og jákvætt viðmót
  • Sveigjanleiki og sjálfstæð vinnubrögð
  • Frumkvæði og metnaður í starfi
  • Þekking á RAI mælitækinu er kostur
  • Reynsla af starfi með öldruðum er kostur
Utworzono ofertę pracy10. July 2025
Termin nadsyłania podań23. July 2025
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Doskonale
Lokalizacja
Boðaþing 5-13, 203 Kópavogur
Rodzaj pracy
Zawody
Oznaczenia