

Sérfræðingur í byggingarupplýsingalíkönum (BIM)
Verkfræðideild Isavia leitar að öflugum liðsfélaga sem hefur áhuga á að stíga inn í spennandi og áhugaverð verkefni á sviði BIM með áherslu á nýframkvæmdir. Sem BIM sérfræðingur verður þú lykilhluti af teymi sem heldur utan um stafræna líkanagerð mannvirkja við Keflavíkurflugvöll, allt frá hönnunarstigi til framkvæmda og áfram inn í rekstur. Unnið er þvert á teymi arkitekta, verkfræðinga og annarra fagaðila til að tryggja samræmda og skilvirka vinnu með stafræn byggingarlíkön.
Takast þarf á við spennandi verkefni í lifandi umhverfi, með fjölbreyttum kröfum og möguleikum. Lykillinn að þeim árangri sem náðst hefur í þeirri gríðarlegu uppbyggingu sem hefur átt sér stað á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár eru fagleg vinnubrögð, teymishugsun og frumkvæði.
Hlutverk og ábyrgð
• Umsjón og þróun með BIM vinnuferla í verkefnum
• Uppsetning og viðhald stafrænna líkans bygginga og byggingahluta
• Samvinna við hönnuði og aðra fagaðila um samræmingu líkanagagna
• Þróun og viðhald verklags og gæðastaðla í BIM
• Þáttaka í stefnumótun stafrænnar þróunar innan einingarinnar
• Umsjón með CAD-grunnum og BIM líkönum
Hæfni og menntunarkröfur
• Menntun á sviði byggingartækni, verkfræði, arkitektúrs eða tengdra greina
• Reynsla af vinnu með BIM hugbúnaði, t.d. Revit, Navisworks, Solibri o.fl.
• Þekking á BIM stöðlum og verkferlum (t.d. ISO 19650, IFC, o.fl.)
• Hæfni í teymisvinnu og lausnamiðuð hugsun
• Skipulagshæfni og nákvæm vinnubrögð
Við bjóðum
• Tækifæri til að vinna hjá fyrirtæki sem hefur markvisst markmið um að vera leiðandi í notkun og þróun BIM og stafrænna lausna í mannvirkjaverð
• Krefjandi og fjölbreytt verkefni á alþjóðlegum flugvelli í stöðugri þróun
• Tækifæri til að móta og þróa BIM stefnu Isavia í framkvæmdaverkefnum
• Heilsusamlegt fæði í mötuneyti
• Aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum án kostnaðar
• Starf í framsæknu og metnaðarfullu starfsumhverfi
Frekari upplýsingar um starfið veitir Ingimundur Jónsson deildarstjóri, í netfangið [email protected]
Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Við hvetjum öll áhugasöm, óháð kyni eða uppruna, til að sækja um.













