Javelin ehf.
Javelin ehf.
Javelin ehf.

Kennari og ráðgjafi í hagnýtingu gervigreindar

Um Javelin AI:

Javelin AI aðstoðar einstaklinga sem og fyrirtæki við að nýta gervigreind. Við sérhæfum okkur í notkun mállíkana (LLM) á borð við ChatGPT, Gemini og Claude. Starfsemin okkar snýr að því að hanna og halda námskeið og vinnustofur, greina og endurbæta verkferla og þróa og styðja við teymi í að tileinka sér ný vinnubrögð á öruggan og skilvirkan hátt.

Um starfið:

Við leitum að einstaklingi sem er ekki aðeins fróður um gervigreind heldur hefur djúpan og smitandi áhuga á efninu og færni í að miðla þeirri þekkingu á mannamáli.

Sem ráðgjafi og leiðbeinandi munt þú þróa fræðsluefni, halda vinnustofur fyrir viðskiptavini víðs vegar um landið, veita ráðgjöf um innleiðingu gervigreindarlausna og taka virkan þátt í markaðs- og kynningarstarfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Kennsla og gerð kennsluefnis: Hönnun og flutningur á námskeiðum, vinnustofum og fræðsluefni um hagnýtingu gervigreindar.
  • Ráðgjöf: Greining á þörfum og tækifærum hjá viðskiptavinum og ráðgjöf um val og innleiðingu á gervigreindarlausnum.
  • Samskipti við viðskiptavini: Umsjón með samskiptum við viðskiptavini
  • Markaðssetning: Ábyrgð á að búa til og birta efni, svo sem texta og myndefni, á vef og samfélagsmiðlum fyrirtækisins.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Býrð yfir djúpri þekkingu og brennandi áhuga á gervigreind, þar með talið hagnýtri reynslu af nýjustu mállíkönum á borð við ChatGPT, Gemini og Claude.
  • Reynsla af kennslu, þjálfun eða fræðslu fyrir fullorðna (t.d. með vinnustofum, námskeiðum, innanhússfræðslu eða kennslu á háskóla- eða framhaldsskólastigi).
  • Reynsla af ráðgjöf, breytingastjórnun, greiningu verkferla eða af skyldum sviðum er kostur.
  • Drifin/n/ð áfram af árangri, sýnir frumkvæði og vinnur vel sjálfstætt.

Við bjóðum:

  • Einstakt tækifæri til að starfa á framlínu gervigreindarbyltingarinnar á Íslandi.
  • Lykilhlutverk í uppbyggingu og vexti spennandi fyrirtækis.
  • Sveigjanlegan og nútímalegan vinnustað þar sem nýjar hugmyndir eru vel þegnar.
  • Tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif á rekstur íslenskra fyrirtækja.
  • Samkeppnishæf laun

Aðrar upplýsingar:

Umsóknarfrestur er til og með 3. september 2025. Nánari upplýsingar veitir Kristján Gíslason, í gegnum netfangið [email protected]. Við hvetjum öll sem eru áhugasöm til að sækja um.

Utworzono ofertę pracy12. August 2025
Termin nadsyłania podań3. September 2025
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Ojczysty
AngielskiAngielski
Wymagane
Doskonale
Lokalizacja
Bæjarlind 2, 201 Kópavogur
Rodzaj pracy
Zawody
Tagi zawodowe