

Sérfræðilæknir í innkirtlalækningum
Við leitum að áhugasömum og framsæknum sérfræðilækni til starfa í þverfaglegu teymi á innkirtladeild Landspítala. Auk klínískrar þjónustu er kennsla, umbótavinna og rannsóknir verðmætir þættir starfsins.
Innkirtladeild Landspítala er staðsett að Eiríksgötu 5 í Reykjavík í nýrri göngudeildar aðstöðu en sinnir einnig verkefnum á öðrum heilbrigðisstofnunum. Deildin skilgreinir sig sem öndvegissetur innkirtlafræða á Íslandi og er í fararbroddi hvað varðar nýjungar í heildrænni gildismiðaðri en jafnframt skilvirkri göngudeildarþjónustu við alla landsmenn.
Við viljum ráða skipulagðan, lausnamiðaðan einstakling með framúrskarandi samskiptahæfni sem á auðvelt með að vinna í teymi. Starfshlutfall er samkomulagsatriði þó fullt starf sé æskilegast. Starfið er laust nú þegar eða samkvæmt samkomulagi.






























































