VIRK Starfsendurhæfingarsjóður
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður

Sálfræðingur

VIRK leitar að reyndum og metnaðarfullum sálfræðingi til að vinna í þverfaglegri teymisvinnu. Starfið felur meðal annars í sér að skima, greina og kortleggja vanda einstaklinga sem vísað er í þjónustu til VIRK út frá viðtölum og gögnum. Sálfræðingur þarf að geta metið hvað hindrar atvinnuþátttöku einstaklings og hvernig best er að styðja viðkomandi í endurkomu til vinnu.

Um er að ræða krefjandi, fjölbreytt og gefandi starf og einstakt tækifæri til þátttöku í þróun og þjónustu á sviði starfsendurhæfingar á vinnumarkaði. Um er að ræða fullt starf á skrifstofu VIRK í Reykjavík. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf í ágúst eða september.

Helstu verkefni og ábyrgð

Skimun, greining og kortlagning á vanda einstaklinga í inntökuferli og í þjónustu VIRK

Gerð einstaklingsáætlana fyrir starfsendurhæfingu

Rýna framgang mála m.t.t. hindrana hvað varðar þátttöku á vinnumarkaði

Samstarf við heilbrigðisstéttir og stofnanir varðandi einstaklinga í þjónustu

Ákvarðanataka í málum einstaklinga í þjónustu VIRK

Umbóta- og þróunarstarf

Menntunar- og hæfniskröfur

Réttindi til að starfa sem sálfræðingur

Að minnsta kosti fjögurra ára reynsla af klínískri vinnu sem sálfræðingur

Reynsla og þekking á sviði starfsendurhæfingar er kostur

Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund

Metnaður, frumkvæði og fagmennska

Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum

Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti

Hreint sakavottorð

Utworzono ofertę pracy16. May 2025
Termin nadsyłania podań9. June 2025
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Ojczysty
AngielskiAngielski
Wymagane
Doskonale
Lokalizacja
Borgartún 18, 105 Reykjavík
Rodzaj pracy
Zawody
Oznaczenia