Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík

Doktorsnemi í sálfræði – langtímarannsókn

Við leitum að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi í launað doktorsnám í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Nemandinn mun taka þátt í verkefninu “Áhrif eldgoss og umbrota á andlega líðan björgunarsveitarfólks á Íslandi” en það hlaut verkefnastyrk frá RANNÍS til þriggja ára. Verkefnið snýr að andlegri líðan sjálfboðaliða í björgunarsveitum í kjölfar náttúruhamfara og krefjandi samfélagslegra verkefna, með áherslu á áfallastreitu, kulnun og þrautseigju.

Um verkefnið

Í kjölfar eldvirkni og hamfaraviðburða á Reykjanesi og í Grindavík hafa björgunarsveitir gegnt lykilhlutverki í að tryggja öryggi almennings, sinna rýmingum og verja eignir. Þessi rannsókn byggir á gögnum sem söfnuð voru frá björgunarsveitafólki árið 2019, áður en sérstakir atburðir áttu sér stað, og gögnum sem safnað var við upphaf hamfara vorið 2024 og verður áfram safnað á árinu 2025. Verkefnið veitir sjaldgæft tækifæri til að skoða langtímatengsl milli streitu og kulnunar í hópi sem oft stendur frammi fyrir miklu álagi, en þar er þörf á aukinni þekkingu til að móta forvarnir og íhlutanir. Hægt verður að skoða hópinn sem starfar á Reykjanesi sérstaklega og einnig bera saman við björgunarsveitaraðila á landsvísu. Doktorsneminn mun taka þátt í hönnun rannsóknarinnar, gagnasöfnun og greiningu og vinna að alþjóðlegri miðlun niðurstaðna í samstarfi við reynda fræðimenn innlenda og erlenda á sviði klínískrar sálfræði og áfallarannsókna.

Við leitum að einstaklingi sem hefur:

  • Meistaragráðu í sálfræði
  • Sterkan rannsóknaráhuga og hæfni í sjálfstæðri vinnu
  • Reynsla af gagnaöflun og greiningu gagna er kostur
  • Góð færni í samskiptum og samstarfi
  • Hæfni í íslensku og ensku, í töluðu og rituðu máli

Við bjóðum:

  • Þátttöku í mikilvægu samfélagslegu rannsóknarverkefni
  • Nám í virku og alþjóðlega tengdu rannsóknarumhverfi
  • Möguleika á framlagi til þróunar á inngripum og forvörnum fyrir sjálfboðaliða
  • Rannsóknarstyrk samkvæmt reglum Rannís

Umsóknarferlið

Umsókn skal innihalda ferilskrá, kynningarbréf, staðfestingu á meistaragráðu (eða staðfestingu á væntanlegum útskriftardegi) auk upplýsinga um meðmælendur.

Umsóknarfrestur er til og með 31. maí Umsóknum skal skilað á ráðningarvef Háskólans í Reykjavík. Farið er með umsóknir sem trúnaðarmál.

Frekari upplýsingar um rannsóknarverkefnið veitir Dr. Sigríður Björk Þormar, stundakennari, [email protected].

Nánari upplýsingar um umsóknarferlið veitir Dr. Linda Bára Lýðsdóttir, lektor, [email protected].

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK

Háskólinn í Reykjavík hefur haslað sér völl sem öflugur rannsóknaháskóli á alþjóðavísu. Háskólinn stenst samanburð við erlenda háskóla í fremstu röð og fræðafólk skólans hefur náð framúrskarandi árangri. Kennsla og rannsóknir við Háskólann í Reykjavík mótast af sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag. Lögð er áhersla á þverfaglegt samstarf, alþjóðlegt umhverfi, nýsköpun og góða þjónustu.

HR er eftirsóknarverður vinnustaður og þar er lögð áhersla á fyrsta flokks aðstöðu í nærandi umhverfi, persónuleg samskipti, framsæknar kennsluaðferðir og nútímalega starfshætti. HR fagnar fjölbreytileika og mikið er lagt upp úr jafnrétti og virðingu fyrir einstaklingum og störfum þeirra. Nemendur Háskólans í Reykjavík eru um 4.300 í sjö deildum og starfsfólk er um 330 talsins, auk 350 stundakennara.

Utworzono ofertę pracy7. May 2025
Termin nadsyłania podań31. May 2025
Znajomość języków
AngielskiAngielski
Wymagane
Doskonale
islandzkiislandzki
Wymagane
Doskonale
Lokalizacja
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Rodzaj pracy
Zawody
Oznaczenia