

Akademísk staða á sviði fjármunaréttar
Lagadeild Háskólans í Reykjavík leitar að metnaðarfullum einstaklingi til að sinna kennslu og rannsóknum. Stefnt er að því að viðkomandi sinni kennslu á sviði fjármunaréttar. Um er að ræða fjölbreytt starf með möguleika á því að móta rannsóknir og kennslu á þessu síbreytilega og mikilvæga sviði. Ráðið verður í stöðu háskólakennara, lektors, dósents eða prófessors í samræmi við hæfismat.
Starfssvið
Viðkomandi mun m.a.:
- Sinna kennslu við lagadeild og koma að þróun á öflugu námsframboði
- Taka þátt í mikilvægri uppbyggingu innan deildarinnar
- Vinna að sjálfstæðum rannsóknum og leggja sitt af mörkum til fræðasamfélagsins
- Leiðbeina nemendum í rannsóknarverkefnum og lokaritgerðum
Lagadeild HR leggur ríka áherslu á virkt samstarf innan og utan háskólans, þverfaglegt nám og rannsóknir auk miðlunar fræðilegrar þekkingar til samfélagsins. Starfið býður því upp á tækifæri til að hafa áhrif og marka sérstöðu á mikilvægu sviði innan lögfræðinnar.
Hæfnikröfur
- Doktors- eða fullnaðarpróf í lögfræði
- Reynsla af fræðiskrifum og kennslu á háskólastigi æskileg
- Áhugi á nýjungum í kennslu og miðlun þekkingar til nemenda, fræðasamfélags og almennings
- Frumkvæði, sjálfstæði í starfi og færni til að móta fræðasviðið
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
Umsókn skal fylgja:
- Starfsferilskrá og ritaskrá
- Afrit af prófskírteinum
- Yfirlit yfir birt ritverk
- Yfirlit um fyrirhugaðar rannsóknir (e. research statement)
- Yfirlit um fyrirhugaða kennslu og framtíðarsýn í kennslu (e. teaching statement)
- Gögn til vitnis um árangur í kennslu
- Nöfn og upplýsingar um a.m.k. tvo meðmælendur
- Aðrar upplýsingar sem umsækjandi vill koma á framfæri
Umsóknir berist rafrænt í gegnum vef Háskólans í Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til og með 16. maí 2025.
Allar nánari upplýsingar veitir Mannauðsdeild Háskólans í Reykjavík, [email protected] eða Gunnar Þór Pétursson forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, [email protected].











