

Ritari - aðstoð
Við leitum að áreiðanlegum og sveigjanlegum ritara sem einnig er tilbúinn til að aðstoða við önnur tilfallandi verkefni. Um 60-80% dagvinnustarf er að ræða og er staðan laus nú þegar.
Á Reykjalundi er unnið í þverfaglegri teymisvinnu þar sem áhersla er lögð á skjólstæðingsmiðaða nálgun og heildræna sýn.
Helstu verkefni ritara eru skrásetningar í sjúkraskrá, pantanir á hjúkrunar- og skrifstofuvörum fyrir deildina ásamt þjónustu við sjúklinga. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn til að aðstoða við að fylgja sjúklingum á milli meðferðaraðila innan Reykjalundar sem og að sjá um kaffiaðstöðu á deild auk annarra tilfallandi verkefna.
Hæfniskröfur:
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
- Góð tölvuþekking er skilyrði.
- Heilbrigðisritaranám er kostur.
- Þekking á sjúkraskrárkerfinu Saga er kostur.
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfileikar.
Mötuneyti er á staðnum og aðgengi starfsfólks að heilsurækt og sundlaug.
Laun byggja á kjarasamningi Sameykis og SFV, auk stofnanasamnings Sameykis og Reykjalundar.
Upplýsingar um starfið veita Erna Bjargey Jóhannsdóttir deildarstjóri og sviðsstjóri hjúkrunar [email protected] og Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri [email protected]
islandzki
Angielski










