

Óskað er eftir starfsfólki á bor hjá North Tech Drilling
Ertu tilbúinn að taka næsta skref á ferlinum þínum sem starfsmaður á bor?
North Tech Drilling leitar að hæfu og drífandi starfsfólki á bor til að ganga til liðs við teymið okkar.
Fyrirtækið er með sterka verkefnastöðu næstu ár og þurfum við því að ráða í eftirfarandi stöður
- Borari
- Aðstoðarborari
- Pallmaður (almennur verkamaður)
Helstu verkefni og ábyrgð
Helstu verkefni:
- Sjá um daglegan rekstur og viðhald borbúnaðar með áherslu á öryggi og skilvirkni.
- Hafa umsjón með borvinnu og tryggja að öryggisreglum sé fylgt.
- Fylgjast með ástandi borbúnaðar og leysa úr tæknilegum vandamálum sem kunna að koma upp.
- Skrá og skila inn borskýrslum.
- Vinna náið með verkstjórum og verkefnastjórum.
Vinnutími
-
Vaktavinna: 2 vikur í senn á 12 tíma vöktum.
-
Að lokinni vinnutörn fylgja 2 vikur í fríi.
-
Vinnutíminn skiptist milli dag- og næturvakta.
Menntunar- og hæfniskröfur
Borari
- Reynsla af borun er krafa.
Aðstoðarborari
- Æskilegt er að hafa þekkingu á almennri borun.
Pallmaður
- Þekking og reynsla er kostur en ekki skilyrði.
Alemnnar hæfniskröfur
- Iðnmennt æskileg.
- Gild ökuréttindi.
- Góð íslensku- og enskukunnátta.
- Stundvísi.
- Geta til þess að vinna undir álagi.
- Hreint sakavottorð.
Við bjóðum uppá
-
Áhugaverð og fjölbreytt störf í öflugum vinnuhópi.
-
Tækifæri til að þróast í starfi og öðlast sérhæfða þekkingu.
-
Öruggt og faglegt vinnuumhverfi.
Fríðindi í starfi
Fæði.
Akstur til og frá vinnu.
Utworzono ofertę pracy26. August 2025
Termin nadsyłania podań19. September 2025
Znajomość języków

Opcjonalnie

Wymagane
Rodzaj pracy
Zawody
Tagi zawodowe
Podobne oferty pracy (12)

Liðsfélagi á vaktir við vélgæslu
Lýsi

Ertu handlaginn?
GKS innréttingar

Þrifadeild Land Rover
Land Rover

Bifvéla- eða vélvirki á verkstæði Kletts Akureyri
Klettur - sala og þjónusta ehf

Starfsmaður í lagerstarf
GKS innréttingar

Steypusögun - Concrete cutting
Ísbor ehf

Múrari / Verkamaður
Múrkompaníið

Starfsmaður í viðhalds- og smurþjónustu/Car maintenance and oil service
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar

Starfsmaður í almennt múrverk
Múrx ehf.

Vélvirki á vélaverkstæði
Klettur - sala og þjónusta ehf

Starfsfólk í stóriðju á Reyðarfirði
VHE

Starfsfólk í verksmiðju
Þörungaverksmiðjan hf. / Thorverk