
Okkur vantar hresst starfsfólk í Frístundina Brosbæ
Okkur í Grunnskólanum í Þorlákshöfn vantar hresst starfsfólk í Frístundina Brosbæ á næsta
skólaári. Ráðið verður í stöðurnar frá og með 11. ágúst 2025. Í skólanum eru um 280
nemendur og starfsmenn eru um 60 talsins. Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði
Uppeldis til ábyrgðar og teymiskennslu auk þess sem unnið er að innleiðingu
leiðsagnarnáms. Þá tekur skólinn þátt í verkefninu um Grænfána og Heilsueflandi skóla.
Einkunnarorð skólans eru vinátta, virðing og velgengni.
Viltu vita meira? Kíktu þá á heimasíðuna okkar: https://www.olfus.is/grunnskolinn.
Um er að ræða stöður þar sem ráðningahlutfall er 50% og vinnutími frá kl. 13 - 16:30
Vinna við Frístund sem er þjónusta fyrir börn í 1. – 4. bekk eftir að skóla lýkur á
daginn.
Hlutverk frístundaheimilis er að bjóða uppá skapandi umhverfi þar sem
starfshættir einkennast af frjálsum leik og skipulögðu starfi.
Sumarfrístund er starfrækt á sumrin þar sem boðið er upp á heils- og hálfsdags
námskeið fyrir 6 – 9 ára börn. Áhersla er lögð á hreyfingu, sköpun og útiveru.
Menntun sem nýtist í starfi
Áhugi á að starfa með börnum.
Reynsla af starfi með börnum er kostur.
Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum.
Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði.












